Lífið

Sendir Trump og Fox tóninn fyrir hræsni

Samúel Karl Ólason skrifar
Í Daily Show í gær var búið að taka saman mismunandi viðbrögð Trump og Fox við árásinni í Las Vegast og árásinni í New York, meðal annars.
Í Daily Show í gær var búið að taka saman mismunandi viðbrögð Trump og Fox við árásinni í Las Vegast og árásinni í New York, meðal annars.

Þáttastjórnandinn Trevor Noah gagnrýndi Donald Trump og Fox News harðlega í gærkvöldi fyrir hræsni þeirra varðandi mannskæðar árásir í Bandaríkjunum. Í Daily Show í gær var búið að taka saman mismunandi viðbrögð Trump og Fox við árásinni í Las Vegast og árásinni í New York, meðal annars.

Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir

„New York árásin gerðist í gær og Trump er strax tilbúinn til að binda enda á innflytjenda lottóið. Það er mánuður frá árásinni í Las Vegas og og þingið er ekki enn búið að gera neitt til að taka á byssuskeftum eins og þeim sem árásarmaðurinn notaði til að breyta vopni sínu í vélbyssu,“ sagði Noah.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.