Góði úlfurinn á Airwaves Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 15:00 Úlfur Emilio, "Góði úlfurinn“, fyrir framan heimili sitt í Norðurmýrinni. Visir/Vilhelm Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“ Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira