Góði úlfurinn á Airwaves Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 15:00 Úlfur Emilio, "Góði úlfurinn“, fyrir framan heimili sitt í Norðurmýrinni. Visir/Vilhelm Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“ Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er nýorðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Það hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu daga og hann tekur þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast Iceland Airwaves. Hann kemur til dæmis fram á atburði Airwaves fyrir unga fólkið og foreldra þess sem verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Daginn sem blaðamaður hittir hann á heimili hans í Norðurmýri er starfsdagur í skólanum, hann hefur nóg að gera og það stendur til að spila á tvennum tónleikum þennan sama dag. Síminn stoppar ekki að sögn móður hans, Tinnu Þórudóttur Þorvaldar, sem þarf að takmarka vinnusemi sonarins til að gæta að skólagöngu og heimanámi. Úlfur segist alls ekki geta svarað því hvers vegna honum gangi svona vel. Það sé ógjörningur að vita af hverju fólki finnst það sem því finnst. „Nei, ég get sko ekki svarað þessu,“ segir hann og hnyklar brúnir. Hann segist ekki setjast niður til að semja texta við lögin sín. „Þetta er bara það sem ég geri í alvörunni. Þetta er bara svona minn dagur. Ég syng bara um það,“ segir hann. Hann er byrjaður á nýju lagi og er til í að segja blaðamanni hvað það heitir: „Hvenær kemur frí?“ segir hann að lagið heiti. „Það er sko bara þannig,“ segir hann og móðir hans segir hann spyrja ansi oft hvenær sé frí næst! Vinum hans finnst að sjálfsögðu árangurinn ansi góður. „Þeim finnst þetta flott hjá mér. Flott að ég sé að gera þetta, þeir styðja mig.“ Hann á sér margar fyrirmyndir í íslensku rappsenunni og nefnir Emmsjé Gauta, Herra hnetusmjör og Jóa Pé og Joey Christ. Góði úlfurinn er rappnafn með rentu því hann segist alls ekki koma fram til að vera frægur eða fá athygli. „Ég vil bara hafa skemmtilegt. Ég vildi finna mér eitthvað að gera og þetta er það sem mér finnst langskemmtilegast að gera.“ Að sjálfsögðu fær Úlfur borgað fyrir að koma fram. Hvað skyldi hann ætla að gera við peningana? „Ég ætla að setja þá alla inn á bankabók. Svo þegar ég er orðinn fullorðinn kaupi ég mér bíl, hús, húsgögn og föt.“
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira