Forstöðumaður á Landspítalanum segir það algjöra vitleysu að líma fyrir munninn á næturnar Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 18:44 Grein eftir einkaþjálfara vakti mikla athygli þar sem hann sagðist sofa með teipað fyrir munninn. Um algjöru vitleysu er að ræða segir forstöðumaður svefnmælinga hjá Landspítalanum. Vísir/Getty „Ég fann enga vísindagrein um þetta mál,“ segir dr. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala og formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags, í samtali við Vísi um grein eftir einkaþjálfarann Rafn Franklín sem sagðist sofa með límband fyrir munninn til að sofa betur. Greinin hans Rafns vakti mikla athygli á Facebook og sömuleiðis grein sem var birt á Vísi um málið. Rafn heldur því fram að þessi aðferð hefði margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna, það er að segja að nota límband til að koma í veg fyrir að maður sofi með opinn munninn og andi þess í stað með nefinu, sem er fólki eðlislægt.Erna Sif Arnardóttir.Erna Sif segist í samtali við Vísi hafa leitað sérstaklega eftir því hvort það væru einhver vísindaleg rök fyrir að þetta gæti staðist, en fann þau hvergi. Eina vísindagreinin sem hún fann um málið var rannsókn á fólk sem er með astma. Rannsóknin náði yfir þrjátíu daga þar sem fólk svaf með límband fyrir munninn til að hvetja til neföndunar og hafði það engin áhrif á astmaeinkenni.Munnöndun á sér stað þegar eitthvað er að „Maður fer ekki yfir í munnöndun í svefni nema það sé eitthvað að; þrengingar, skekkja í nefi, ofnæmi eða einfaldlega kvef. Þá er einhver ástæða fyrir því að þú átt í erfiðleikum með að anda með nefinu og þá byrjar þú að anda með munninum. Þú leysir ekki vandann með því að teipa fyrir munninn á fólki,“ segir Erna. Hún segir eitt af helstu einkennum kæfisvefns vera þurran munn á morgnanna. „Þannig að ef fólk er að lenda ítrekað í því og upplifir syfju og þreytu að degi til er mun betra að það tali við sinn heimilislækni og láti athuga hvort það sé með kæfisvefn,“ segir Erna. Í grein sinni lýsti Rafn hrotum og allskonar vandræðum í svefni. Erna segir það gefa ástæðu til að athuga með kæfisvefn eða aðra svefnsjúkdóma. „Þú leysir maður ekki málin með því að teipa fyrir munninn á þér.“Erna segir það leysa engan vanda að teipa fyrir munn á fólki sem andar með munninum þegar það sefur.Vísir/GettySvefnrannsókn betri leið Erna Sif segir að mannfólkinu sé eðlislægt að anda með nefinu og að það sofi oft verr þegar það er t.d. kvefað af því að þá getur það ekki andað með nefinu. Ef vísbendingar eru um kæfisvefn, hrotur og öndunarerfiðleika á nóttunni, þá getur heimilislæknir vísað fólki í svefnrannsókn. Erna segir að boðið sé upp á svefnmælingu á Landspítalanum. Þar mætir fólk að degi til og fær einfaldan mælibúnað til að taka með sér heim. Þeir sem fá slíkan búnað sofa með hann í eina nótt. Síðan eru fengnar upplýsingar úr búnaðinum um svefn einstaklinga og hægt að fara í viðeigandi meðferð ef á þarf að halda.Nefsprey og aðgerðir Aðrar ástæður geta legið að baki sem valda því að fólk andar ekki með nefinu á nóttunni og við því eru ýmsar meðferðir, t.d. nefsprey og aðgerðir hjá háls- nef og eyrnalæknum ef þetta er að valda fólki miklum vandræðum. Einnig er mikilvægt að láta skoða börn sem eru með mikla munnöndun að nóttu á staðaldri, þar sem þetta er einnig einkenni kæfisvefns hjá börnum með víðtæk heilsufarsáhrif. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ segir Erna Sif. Tengdar fréttir Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Einkaþjálfarinn Rafn Franklín segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. 1. nóvember 2017 07:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Ég fann enga vísindagrein um þetta mál,“ segir dr. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala og formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags, í samtali við Vísi um grein eftir einkaþjálfarann Rafn Franklín sem sagðist sofa með límband fyrir munninn til að sofa betur. Greinin hans Rafns vakti mikla athygli á Facebook og sömuleiðis grein sem var birt á Vísi um málið. Rafn heldur því fram að þessi aðferð hefði margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna, það er að segja að nota límband til að koma í veg fyrir að maður sofi með opinn munninn og andi þess í stað með nefinu, sem er fólki eðlislægt.Erna Sif Arnardóttir.Erna Sif segist í samtali við Vísi hafa leitað sérstaklega eftir því hvort það væru einhver vísindaleg rök fyrir að þetta gæti staðist, en fann þau hvergi. Eina vísindagreinin sem hún fann um málið var rannsókn á fólk sem er með astma. Rannsóknin náði yfir þrjátíu daga þar sem fólk svaf með límband fyrir munninn til að hvetja til neföndunar og hafði það engin áhrif á astmaeinkenni.Munnöndun á sér stað þegar eitthvað er að „Maður fer ekki yfir í munnöndun í svefni nema það sé eitthvað að; þrengingar, skekkja í nefi, ofnæmi eða einfaldlega kvef. Þá er einhver ástæða fyrir því að þú átt í erfiðleikum með að anda með nefinu og þá byrjar þú að anda með munninum. Þú leysir ekki vandann með því að teipa fyrir munninn á fólki,“ segir Erna. Hún segir eitt af helstu einkennum kæfisvefns vera þurran munn á morgnanna. „Þannig að ef fólk er að lenda ítrekað í því og upplifir syfju og þreytu að degi til er mun betra að það tali við sinn heimilislækni og láti athuga hvort það sé með kæfisvefn,“ segir Erna. Í grein sinni lýsti Rafn hrotum og allskonar vandræðum í svefni. Erna segir það gefa ástæðu til að athuga með kæfisvefn eða aðra svefnsjúkdóma. „Þú leysir maður ekki málin með því að teipa fyrir munninn á þér.“Erna segir það leysa engan vanda að teipa fyrir munn á fólki sem andar með munninum þegar það sefur.Vísir/GettySvefnrannsókn betri leið Erna Sif segir að mannfólkinu sé eðlislægt að anda með nefinu og að það sofi oft verr þegar það er t.d. kvefað af því að þá getur það ekki andað með nefinu. Ef vísbendingar eru um kæfisvefn, hrotur og öndunarerfiðleika á nóttunni, þá getur heimilislæknir vísað fólki í svefnrannsókn. Erna segir að boðið sé upp á svefnmælingu á Landspítalanum. Þar mætir fólk að degi til og fær einfaldan mælibúnað til að taka með sér heim. Þeir sem fá slíkan búnað sofa með hann í eina nótt. Síðan eru fengnar upplýsingar úr búnaðinum um svefn einstaklinga og hægt að fara í viðeigandi meðferð ef á þarf að halda.Nefsprey og aðgerðir Aðrar ástæður geta legið að baki sem valda því að fólk andar ekki með nefinu á nóttunni og við því eru ýmsar meðferðir, t.d. nefsprey og aðgerðir hjá háls- nef og eyrnalæknum ef þetta er að valda fólki miklum vandræðum. Einnig er mikilvægt að láta skoða börn sem eru með mikla munnöndun að nóttu á staðaldri, þar sem þetta er einnig einkenni kæfisvefns hjá börnum með víðtæk heilsufarsáhrif. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ segir Erna Sif.
Tengdar fréttir Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Einkaþjálfarinn Rafn Franklín segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. 1. nóvember 2017 07:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Einkaþjálfarinn Rafn Franklín segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. 1. nóvember 2017 07:15