Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 "Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism. Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira