Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 "Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism. Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira