Innlent

Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir

Maður, kona og barn, sem voru flutt á Sjúkrahús Akureyrar fyrr í kvöld eftir að bifreið þeirra lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi, hafa verið úrskurðuð látin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

.

Ekki er hægt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að sinni.



Lögreglan fékk tilkynningu um slysið um klukkan 17:30 í dag. Viðbragðsaðilar voru kallaðar út og hafa þeir aðstoðað lögreglu á vettvangi á bryggjunni á Árskógsströnd. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan. Ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×