Fótbolti

Stan Collymore fjallar um íslenska landsliðið

Dagur Lárusson skrifar
Stan Collymore
Stan Collymore Vísir/getty
Stan Collymore, fyrrum knattspyrnumaður og leikmaður Liverpool, kom hingað til lands í kringum leik íslenska landsliðsins við Kosovó til þess að fjalla um velgengni íslenska landsliðsins í þættinum sínum The Stan Collymore Show.

Collymore tók viðtöl út um allan bæ og fjallaði meðal annars um það hversu mikinn metnað Íslendingar setja í knattspyrnuþjálfun frá unga aldri. Í lok myndbandsins má svo sjá Collymore uppá sviði með liðinu á Ingólfstorgi að fagna.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Collymore.

Tengdar fréttir

Collymore í Fífunni og Laugardal | Myndbönd

Stan Collymore, fyrrverandi framherji Liverpool og sparkspekingur, er nú hér á landi með myndatökumann með sér og vinnur að öllum líkindum að þætti um íslenska ævintýrið í þáttinn sinn, Stan Collymore show, sem sýndur er á RT sjónvarpsstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×