Hafði áður ráðist á konu sína og barn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, huggar bæjarbúa á kertavöku þar sem fórnarlambanna var minnst. vísir/afp Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28