Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2025 07:06 Forsetinn fór mikinn á Truth Social í gær. Getty/John McDonnell Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær, þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðardaginn, og sagðist hafa í hyggju að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“. Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Það var fátt um þakkir í löngum póstum Trump, þar sem hann hélt því meðal annars fram að af 53 milljón útlendingum í Bandaríkjunum væru flestir frá „misheppnuðum ríkjum“ eða hefðu komið til landsins úr fangelsum, geðheilbrigðisstofnunum eða gengjum. Þeim og börnum þeirra væri haldið uppi af góðhjörtuðum Bandaríkjamönnum, sem kynnu ekki við að kvarta. Þessi „flóttamannabyrði“ væri helsta ástæða alls ills í Bandaríkjunum og sem dæmi, hefðu Sómalir tekið yfir Minnesota. „Sómölsk gengi fara um göturnar og leita að „bráð“, á meðan dásamlega fólkið okkar læsir sig inni í íbúðum sínum og húsum og vonast til að vera látið í friði,“ sagði Trump. Þá sakaði hann „alvarlega þroskaheftan“ ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, um að gera ekki neitt. Forsetinn skaut einnig á þingkonuna Ilhan Omar, sem hann sagði alltaf „vafða í hijab“ og gera ekkert nema að kvarta. Trump sagði ennfremur að Omar hefði líklega komið ólöglega inn í landið, frá ríki sem væri varla hægt að kalla ríki. Omar fæddist í Sómalíu. Eins og fyrr segir, sagðist Trump myndu stöðva allan aðflutning fólks frá þriðja heims ríkjum, þar til búið væri að ná tökum á ástandinu í landinu. Allir þeir sem legðu ekki sitt af mörkum yrðu sendir úr landi. Þá hótaði hann því að stöðva alla aðstoð og greiðslur til þeirra sem ekki væru ríkisborgarar. „Að þessu sögðu; gleðilega þakkargjörðarhátíð til allra, nema til þeirra sem hata, stela, myrða og eyðileggja allt sem Bandaríkin standa fyrir. Þú verður ekki hérna lengi!“ sagði forsetinn að lokum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira