„Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:15 Ása tók þátt í Leitinni að upprunanum og leyfði þjóðinni að fylgjast með ferðalagi sínu til Srí Lanka. Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“ Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“
Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira