Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 06:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir er með læknisvottorð fyrir því hversu mikilvægur hundurinn Hrollur er henni. Vísir/Vilhelm Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00