Lífið

Flaug á 50 kílómetra hraða í Iron Man búningi sínum

Samúel Karl Ólason skrifar
Iron Man búningurinn svokallaði samastendur af sex þotuhreyflum og stýrir Browning ferð sinni með líkama sínum.
Iron Man búningurinn svokallaði samastendur af sex þotuhreyflum og stýrir Browning ferð sinni með líkama sínum. Guinness World Records
Breski uppfinningamaðurinn Richard Browning hefur sett heimsmet í „Iron Man“ búningi sínum. Hann hefur flogið á mestum hraða í búningi sem knúinn er af þotuhreyflum, samkvæmt Guinnes World Records, og náði hann 32,02 mílu hraða. Það samsvarar 51,53 kílómetra hraða.

Browning hefur verið að vinna að því að fljúga í um þrjú ár. Hann hefur unnið að þessu verkefni um helgar og í kringum vinnu sína og fjölskyldu.

„Iron Man“ búningurinn svokallaði samastendur af sex þotuhreyflum og stýrir Browning ferð sinni með líkama sínum. Ekki fjarstýringum. Til þess hefur hann stundað mikla líkamsrækt og byggt upp kjarnastyrk sinn.

Sjá einnig: Svífur um eins og Iron Man

Samkvæmt frétt Sky News tókst Browning að setja metið á þriðju tilraun sinni, en skömmu seinna í sama flugi misreiknaði hann sig í beygju og lenti í stöðuvatni sem hann flaug yfir. Metið var þó slegið.

Browning gekk í hið minnsta betur en þessum manni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×