Lífið

Svífur um eins og Iron Man

Samúel Karl Ólason skrifar
Richard Browning á flugi.
Richard Browning á flugi.
Þeir eru án efa margir sem hugsa glaðlega til þess að fljúga um eins og Iron Man/Tony Stark. Brynvarðir með þotuhreyfla á fótum og höndum sínum. Hinn breski Richard Brown hefur þó stigið skrefinu lengra.

Snemma sumars í fyrra fór Browning út á land og batt þotuhreyfla við hendur sínar og fætur. Þá reyndi hann að fljúga, en án árangurs. Nokkrum mánuðum síðar hafa hreyflarnir tekið nokkrum breytingum og fjölgað aðeins.

Browning er þó ekki farinn að fljúga enn, en hann getur svifið um.

Browning hefur verið að vinna að því að fljúga í um tvö og hálft ár. Hann hefur unnið að þessu verkefni um helgar og í kringum vinnu sína og fjölskyldu. Hann þróaði sérstakan búning í kringum hreyflana og getur nú svifið um í allt að tólf mínútur.

Hann var í viðtali við Wired nýlega og þar sagði hann draum sinn vera að maður gæti gengið út í garð, tekið á loft og flogið hvert sem maður vill. Browning segir þó að langt sé í að sá draumur rætist, en hann heldur ótrauður áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×