Innlent

Nýir þingmenn spenntir: „Ég er bara nýlent hérna fyrir sunnan og byrjaði á því að villast í Alþingishúsinu“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Nýja starfið leggst afar vel í þá sem setjast nú á þing í fyrsta sinn. Flestir eru spenntir en sumir eru stressaðir og þá aðallega fyrir því að týnast í Alþingishúsinu.

Nítján nýju þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar. Níu þingmenn úr hópnum hafa setið áður á þingi, annaðhvort sem þingmenn á árunum 2009-2013 eða 2013-2016 eða tekið sæti sem varaþingmenn. Samtals eru því 10 þingmenn sem náðu kjöri sem aldrei hafa sitið á Alþingi áður.

„Ég er bara nýlent hérna fyrir sunnan og byrjaði á því að villast í Alþingishúsinu. Þetta er allt að koma,“ segir Halla Signý Kristjánsdótir, nýr þingmaður Framsóknarflokksins.

Þá ætla nýir þingmenn að berjast fyrir stefnumálum sinna flokka en hafa þó sínar áherslur. „Ég er í grunninn byggðarfræðingur og hef mikinn áhuga á málefnum landsbyggðanna og mun leggja áherslu á það og svo hef ég áhuga á loftlagsmálunum,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×