Innlent

Þriggja tíma "snúnu“ slökkvistarfi lokið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill reykur myndaðist.
Mikill reykur myndaðist. Vísir/Eyþór
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu lokið slökkvistarfi við Gullhamra í Grafarholt þar sem eldur logaði í niðurgröfnum strætisvagni.

Tilkynning um eldinn barst um fimm í dag og hafði slökkviliðið ráðið niðurlögum eldsins rétt eftir klukkan átta í völd. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var slökkvistarfið snúið en mikill eldsmatur var í strætisvagninum.

Það var ekki fyrr en vörubíll með krabba kom á staðinn að slökkvistarfið fór að ganga og fljótlega eftir það var búið að slökkva eldinn.

Lögregla mun nú rannsaka eldsvoðann en eldsupptökk eru ókunn. Strætisvagninn ku hafa verið notaður sem geymsla og verið þar um áraraðir.

Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi sem Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis tók.

Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×