Mikilvægt að börn læri að fjölskyldur geta verið alls konar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2017 15:30 Ásta segir að það sé til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri Eiríkur Ingi Photography „Ég held að það sé almennt ekki mjög mikil umræða um þetta en það er sjálfsagt mismunandi eftir leikskólum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir höfundur bókarinnar Fjölskyldan mín. Bókin segir frá Friðjóni og vinum hans í leikskólanum. Dag einn er haldinn fjölskyldudagur og þá komast krakkarnir að því hversu fjölbreyttar fjölskyldur þeirra eru. Til að mynda á Friðjón tvær mömmur, sumir eiga stjúpforeldra, aðrir tala annað tungumál við foreldra sína og svo mætti lengi telja. „Það er til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri. Ég hef heyrt að mörgum hafi fundist vanta efni inn á leikskólana til að auðvelda að opna umræðuna. Það getur verið gott að hafa einhver stuðning við svona umræðu þannig að hún verði bara létt og skemmtileg eins og er viðeigandi fyrir unga krakka,“ segir Ásta.Aldrei sýnt vonbrigði yfir að eiga ekki pabba Laugardaginn 21.október kl.14:00 verður haldið útgáfuhóf í sal Samtakanna ´78 í tilefni útgáfu bókarinnar. Ásta segir að allir séu velkomnir, börn og fullorðnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og aðstaða verður fyrir börnin til að teikna sínar fjölskyldur. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur, sálfræðings. Lára Garðarsdóttir, handhafi barnabókaverðlauna IBBY, er höfundur mynda. Efnið er Ástu Rún afar hugleikið en hún er gift konu og þær eiga saman son á leikskólaaldri. „Hann er kannski of ungur ennþá til að vera að ræða þetta við vini sína. Hann hefur tekið eftir að sumir krakkar í kringum hann eigi pabba og mömmu en að hann eigi tvær mömmur. Hann þekkir samt líka aðra krakka sem eiga tvær mömmur. Hann hefur aldrei sýnt nein vonbrigði eða þess háttar yfir því að eiga ekki pabba. Jafnaldrar hans taka því sem mjög sjálfsögðum hlut að hann eigi tvær mömmur. Við heyrum frekar að eldri krakkar séu að spá í hvar pabbi hans sé. En þegar þeim er sagt frá því að hann eigi tvær mömmur en ekki pabba þá taka þau því bara vel. Það hefur ekki verið þörf á að ræða þetta sérstaklega við aðra foreldra. Við höfum aldrei upplifað neina fordóma eða neitt slíkt frá foreldrum annarra barna á leikskólanum.“Ásta segir að bókin muni hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín um fjölbreytt fjölskylduform.Frábært ef viðhorf barna myndi lifa út ævina Ásta segir mjög mikilvægt að auka fjölbreytileika í íslenskum barnabókum þannig að sem flest börn geti speglað sig í þeim sögum sem lesnar eru fyrir þau. Barnabækur hjálpi börnum að læra á og skilja umhverfi sitt og því mikilvægt að þær bækur sem lesnar eru fyrir börn séu fjölbreyttar og endurspegli það samfélag sem börnin búa í. „Að mínu mati er mikilvægt að börn læri að fólk getur verið alls konar og að fjölskyldur geta verið alls konar. Að börn læri að aðrar fjölskyldur séu ekki endilega eins og þeirra á yfirborðinu en það er samt svo miklu meira líkt með mismunandi fjölskyldum heldur en er ólíkt. Bæði svo að sem flest börn geti speglaði sig í því sem lesið er fyrir þau og einnig til að börn læri frá upphafi að við séum öll jöfn þrátt fyrir að við getum verið ólík. Ung börn kippa sér ekkert upp við að einhver eigi tvær mömmur til dæmis. Það væri frábært ef það viðhorf myndi lifa hjá fólki út ævina.” Hún telur þó að umræðan hafi aukist mikið. „Það fer samt kannski eftir því hve langt aftur í tímann við horfum. En mín upplifun er að síðustu 15 árin hafi verið mjög mikil aukning á umræðu um samkynhneigð og aukning á því að til dæmis karakterar í sjónvarpsþáttum og bíómyndum séu hinsegin. Það eru bara 20 ár síðan Ellen kom út úr skápnum og það var mjög mikið mál þá. Núna er ekki svona mikið fjaðrafok í kringum það að frægt fólk komi út úr skápnum og alvanalegt að sjá hinsegin karaktera í sjónvarpi.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
„Ég held að það sé almennt ekki mjög mikil umræða um þetta en það er sjálfsagt mismunandi eftir leikskólum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir höfundur bókarinnar Fjölskyldan mín. Bókin segir frá Friðjóni og vinum hans í leikskólanum. Dag einn er haldinn fjölskyldudagur og þá komast krakkarnir að því hversu fjölbreyttar fjölskyldur þeirra eru. Til að mynda á Friðjón tvær mömmur, sumir eiga stjúpforeldra, aðrir tala annað tungumál við foreldra sína og svo mætti lengi telja. „Það er til mjög lítið efni um hinsegin fjölskyldur og mismunandi fjölskylduform fyrir börn á leikskólaaldri. Ég hef heyrt að mörgum hafi fundist vanta efni inn á leikskólana til að auðvelda að opna umræðuna. Það getur verið gott að hafa einhver stuðning við svona umræðu þannig að hún verði bara létt og skemmtileg eins og er viðeigandi fyrir unga krakka,“ segir Ásta.Aldrei sýnt vonbrigði yfir að eiga ekki pabba Laugardaginn 21.október kl.14:00 verður haldið útgáfuhóf í sal Samtakanna ´78 í tilefni útgáfu bókarinnar. Ásta segir að allir séu velkomnir, börn og fullorðnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og aðstaða verður fyrir börnin til að teikna sínar fjölskyldur. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur, sálfræðings. Lára Garðarsdóttir, handhafi barnabókaverðlauna IBBY, er höfundur mynda. Efnið er Ástu Rún afar hugleikið en hún er gift konu og þær eiga saman son á leikskólaaldri. „Hann er kannski of ungur ennþá til að vera að ræða þetta við vini sína. Hann hefur tekið eftir að sumir krakkar í kringum hann eigi pabba og mömmu en að hann eigi tvær mömmur. Hann þekkir samt líka aðra krakka sem eiga tvær mömmur. Hann hefur aldrei sýnt nein vonbrigði eða þess háttar yfir því að eiga ekki pabba. Jafnaldrar hans taka því sem mjög sjálfsögðum hlut að hann eigi tvær mömmur. Við heyrum frekar að eldri krakkar séu að spá í hvar pabbi hans sé. En þegar þeim er sagt frá því að hann eigi tvær mömmur en ekki pabba þá taka þau því bara vel. Það hefur ekki verið þörf á að ræða þetta sérstaklega við aðra foreldra. Við höfum aldrei upplifað neina fordóma eða neitt slíkt frá foreldrum annarra barna á leikskólanum.“Ásta segir að bókin muni hjálpa foreldrum að ræða við börnin sín um fjölbreytt fjölskylduform.Frábært ef viðhorf barna myndi lifa út ævina Ásta segir mjög mikilvægt að auka fjölbreytileika í íslenskum barnabókum þannig að sem flest börn geti speglað sig í þeim sögum sem lesnar eru fyrir þau. Barnabækur hjálpi börnum að læra á og skilja umhverfi sitt og því mikilvægt að þær bækur sem lesnar eru fyrir börn séu fjölbreyttar og endurspegli það samfélag sem börnin búa í. „Að mínu mati er mikilvægt að börn læri að fólk getur verið alls konar og að fjölskyldur geta verið alls konar. Að börn læri að aðrar fjölskyldur séu ekki endilega eins og þeirra á yfirborðinu en það er samt svo miklu meira líkt með mismunandi fjölskyldum heldur en er ólíkt. Bæði svo að sem flest börn geti speglaði sig í því sem lesið er fyrir þau og einnig til að börn læri frá upphafi að við séum öll jöfn þrátt fyrir að við getum verið ólík. Ung börn kippa sér ekkert upp við að einhver eigi tvær mömmur til dæmis. Það væri frábært ef það viðhorf myndi lifa hjá fólki út ævina.” Hún telur þó að umræðan hafi aukist mikið. „Það fer samt kannski eftir því hve langt aftur í tímann við horfum. En mín upplifun er að síðustu 15 árin hafi verið mjög mikil aukning á umræðu um samkynhneigð og aukning á því að til dæmis karakterar í sjónvarpsþáttum og bíómyndum séu hinsegin. Það eru bara 20 ár síðan Ellen kom út úr skápnum og það var mjög mikið mál þá. Núna er ekki svona mikið fjaðrafok í kringum það að frægt fólk komi út úr skápnum og alvanalegt að sjá hinsegin karaktera í sjónvarpi.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira