Innlent

Mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, VG og Framsóknarflokksins

Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að Vinstri græn séu í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að Vinstri græn séu í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. vísir/valli
Stjórnmálafræðingur segir að miðað við niðurstöður nýrrar könnunar á fylgi flokkanna séu mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins.

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn mældist með 25 prósenta en Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur telur að það geti verið að fyrri kannanir Félagsvísindastofnunar hafi vanmetið Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir fylgja fast á eftir Sjálfstæðisflokknum og mælast með 23,2 prósent. 

Afhroð fyrir Bjarta framtíð

Baldur segir að það veki helst athygli í þessum niðurstöðum að fylgi Vinstri grænna dali nokkuð. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að miðflokkurinn væri að koma sterkur inn og bæti við sig fylgi. Samkvæmt könnuninni er fylgi Samfylkingarinnar 15,6 prósent fylgi Miðflokkurinn fengi tæp tíu prósent. 

Píratar mældust með 8,2 prósent og Framsókn með 7,1 prósent. Viðreisn fengu 5,7 prósent fylgi í könnuninni. Flokkur fólksins mældist með 3,3 prósent fylgi en Björt framtíð aðeins 1,5 prósent og næði hvorugur manni inn á þing með þessu fylgi. 

„Ef þetta yrði niðurstaðan fyrir Bjarta framtíð yrði það bara afhroð,“ segir Baldur.

Vinstri græn í lykilstöðu

Ef niðurstöður könnunarinnar gengju eftir í kosningunum í lok mánaðarins yrði eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn, samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.

„Það eru helst líkur á samsteypustjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins. Þessi stjórn stæði hins vegar mjög tæpt“ segir Baldur.

„Það sem mér finnst vekja einna mesta athygli varðandi hugsanlega stjórnarmyndun er það að Vinstri græn virðast vera í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×