Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Höskuldur Kári Schram skrifar 23. október 2017 19:35 Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“ Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55