Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Höskuldur Kári Schram skrifar 23. október 2017 19:35 Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“ Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55