Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. október 2017 22:00 Sóknarprestar Laugarneskirkju og Akureyrarkirkju deila ekki viðhorfi Biskups til gagnaleka. Vísir „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“ Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
„Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“
Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09