Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. október 2017 22:00 Sóknarprestar Laugarneskirkju og Akureyrarkirkju deila ekki viðhorfi Biskups til gagnaleka. Vísir „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“ Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
„Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Hann deilir ekki þeim viðhorfum sem Biskup Íslands lýsti í viðtali við Morgunblaðið í dag, um að það sé siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. „Mín skoðun er sú að lög sem leyna okkur sannleika sem varða raunverulega hag okkar, eru ólög og þau lög ber að hunsa.“ Davíð ítrekar þó að gera verði greinarmun á því hvenær við erum að hnýsast í einkamál náungans okkur til afþreyingar og hvenær náunginn er að leyna einhverju sem varði okkur raunverulega. „Þú hefur ekki rétt til að hnýsast í mín einkamál en réttur minn til bankaleyndar hlýtur að stoppa þar sem þín budda byrjar,“ segir Davíð. Hann segir Biskup í rauninni bara vera að hvetja til þess að farið verði að lögum. „En við megum ekki gleyma því að ef Rosa Parks hefði farið að lögum þá væri enn þá aðskilnaðarstefna í Bandaríkjunum. Ef Ghandi hefði farið að lögum þá væri Indland sennilega ennþá hluti af breska heimsveldinu. Nelson Mandela var ekki í fangelsi af því hann var svo löghlýðinn. Þegar við sjáum mynd af Jesú Kristi á krossinum, þá erum við að horfa á mynd af glæpamanni sem var dæmdur samkvæmt lögum sem giltu í ríkinu sem hann starfaði í. Sum lög verður einfaldlega að brjóta,“ segir Davíð. Hann segir Biskup þarna vera að tjá persónulega skoðun, en ekki skoðun kirkjunnar.Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.Vísir/Bjarni„Kirkjan er fólkið sem tilheyrir henni; fólkið sem tekur þátt í skoðanakönnunum. Viðhorf almennings samkvæmt skoðanakönnunum eru þannig viðhorf kirkjunnar,“ segir Davíð.Fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, deilir þessu viðhorfi Davíðs. Hún fagnar því þó að biskup tjái sig opinberlega, þótt hún deili ekki endilega viðhorfum hennar. „Biskup er sjálfstæður kennimaður rétt eins og ég er sjálfstæður kennimaður og það er mikilvægt að ég þori að hafa skoðanir á hlutum, vitandi samt að það er ekki endilega víst að ég hafi á endanum alltaf rétt fyrir mér,“ segir Hildur. „En með mína þekkingu og þá guðfræði sem ég hef stúderað og ástundað, þarf ég að þora að standa og falla með skoðunum mínum. Við viljum ekki hafa kennimenn í landinu sem þora aldrei að segja neitt.“ Aðspurð segir Hildur Eir fullt tjáningarfrelsi ríkja í kirkjunni. „Já, annars væri löngu búið að svipta mig hempunni,“ segir hún. „Maður hefur fullt leyfi til að vera óþægilegur í kirkjunni. Jafnvel meira leyfi þar en í stjórnmálaflokkum.“
Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09