Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2017 09:09 Ýmsir telja upplegg Agnesar sérkennilega siðferðisskýringu og víst er að Reynir Traustason er einn þeirra. Hann ætlar að segja skilið við Þjóðkirkjuna. Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju. Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju.
Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39