Biskup er í fríi og ekki til viðtals Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2017 14:17 Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er ekki til viðtals. Vísir vildi leita eftir nánari útskýringum á umdeildum ummælum hennar sem leitt hafa til úrsagna rúmlega 300 manns úr Þjóðkirkjunni. Og þá hvort biskupi þyki ómaklega lagt út af orðum hennar? Sú sem varð fyrir svörum á Biskupsstofu sagði að Agnes biskup hefði verið í fríi að undanförnu og væri enn í fríi. Og það þýddi að hún væri í fríi: „Maður ónáðar ekki fólk í fríi.“ Biskup mun væntanlegur til starfa eftir helgi. Vísir hefur greint frá ólgu innan Kirkjunnar en bæði Séra Davíð Þór Jónsson og Séra Hildur Eir Bolladóttir hafa sagt að Biskup Íslands tali ekki fyrir hönd Þjóðkirkjunnar í þessum efnum. Ummæli Agnesar, að hún sé „ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ hafa verið sett í þráðbeint samhengi við lögbann sem sett hefur verið við fréttaflutning Stundarinnar byggðan á gögnum sem miðillinn hefur undir höndum frá Glitni banka. En, þar hefur verið greint frá viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þannig hefur Reynir Traustason stjórnarformaður Stundarinnar sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Ef biskup Íslands hefur viljað verja með óbeinum hætti hagsmuni Þjóðkirkjunnar, þá með því að lýsa yfir stuðningi við stjórnarflokkanna sem hafa það sem yfirlýsta stefnu að standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju, gæti það hafa snúist upp í andhverfu sína. Því 300 manns er stór biti, 266 sögðu sig úr Þjóðkirkjunni í gær og 41 það sem af er degi. En 1. janúar 2017 voru 236 þúsund manns skráð í Þjóðkirkjuna. Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00 Rúmlega 300 skráð sig úr Þjóðkirkjunni eftir orð biskups Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í gær að sér þætti ekki allt leyfilegt í leitinni að sannleikanum. 24. október 2017 13:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er ekki til viðtals. Vísir vildi leita eftir nánari útskýringum á umdeildum ummælum hennar sem leitt hafa til úrsagna rúmlega 300 manns úr Þjóðkirkjunni. Og þá hvort biskupi þyki ómaklega lagt út af orðum hennar? Sú sem varð fyrir svörum á Biskupsstofu sagði að Agnes biskup hefði verið í fríi að undanförnu og væri enn í fríi. Og það þýddi að hún væri í fríi: „Maður ónáðar ekki fólk í fríi.“ Biskup mun væntanlegur til starfa eftir helgi. Vísir hefur greint frá ólgu innan Kirkjunnar en bæði Séra Davíð Þór Jónsson og Séra Hildur Eir Bolladóttir hafa sagt að Biskup Íslands tali ekki fyrir hönd Þjóðkirkjunnar í þessum efnum. Ummæli Agnesar, að hún sé „ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ hafa verið sett í þráðbeint samhengi við lögbann sem sett hefur verið við fréttaflutning Stundarinnar byggðan á gögnum sem miðillinn hefur undir höndum frá Glitni banka. En, þar hefur verið greint frá viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þannig hefur Reynir Traustason stjórnarformaður Stundarinnar sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Ef biskup Íslands hefur viljað verja með óbeinum hætti hagsmuni Þjóðkirkjunnar, þá með því að lýsa yfir stuðningi við stjórnarflokkanna sem hafa það sem yfirlýsta stefnu að standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju, gæti það hafa snúist upp í andhverfu sína. Því 300 manns er stór biti, 266 sögðu sig úr Þjóðkirkjunni í gær og 41 það sem af er degi. En 1. janúar 2017 voru 236 þúsund manns skráð í Þjóðkirkjuna.
Tengdar fréttir Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09 Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00 Rúmlega 300 skráð sig úr Þjóðkirkjunni eftir orð biskups Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í gær að sér þætti ekki allt leyfilegt í leitinni að sannleikanum. 24. október 2017 13:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Reynir Traustason segir sig úr þjóðkirkjunni. 23. október 2017 09:09
Sóknarprestar ósammála biskupi: „Mín bankaleynd stoppar þar sem þín budda byrjar“ Biskup Íslands telur það siðferðilega rangt að leiða sannleikann í ljós með stolnum gögnum. 23. október 2017 22:00
Rúmlega 300 skráð sig úr Þjóðkirkjunni eftir orð biskups Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði í gær að sér þætti ekki allt leyfilegt í leitinni að sannleikanum. 24. október 2017 13:38