Innlent

Úrslit samkeppni um hönnun nýs hjúkrunarheimilis í Árborg kynntar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Úrslit sam­keppninnar um hönn­un nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is í Árborg voru kynnt­ar form­lega við at­höfn á Sel­fossi í dag.
Úrslit sam­keppninnar um hönn­un nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is í Árborg voru kynnt­ar form­lega við at­höfn á Sel­fossi í dag. Velferðarráðuneytið
Úrslit samkeppni um hönnun nýs hjúkrunarheimilis í Árborg voru kynntar á Selfossi í dag. Þá undirrituðu heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóri Árborgar samkomulag um stækkun heimilisins sem nemur tíu hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Alls bárust 17 tillögur frá íslenskum og erlendum arkítektastofum. Fyrstu verðlaun hlaut Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. Hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Gert er ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í ágúst 2018, framkvæmdir hefjist í október 2018 og verði lokið vorið 2020.

Með gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar var ákveðið að heimila stækkun hjúkrunarheimilisins sem byggt verður í Árborg úr 50 rýmum í 60. Upphafleg ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilisins miðaðist við 50 hjúkrunarrými og var sú ákvörðun kynnt í framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma í byrjun árs 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×