Innlent

Fimmtán landsnefndir UN Women funda á Íslandi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og forsetafrúin Eliza Reid tóku á móti fulltrúum UN Women.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og forsetafrúin Eliza Reid tóku á móti fulltrúum UN Women. Birna Þórarinsdóttir
Landsnefndarfundur UN Women stendur yfir hér á landi um þessar mundir. Aðilar fimmtán landsnefnda ásamt starfshópi höfuðstöðva UN Women frá New York funda á Suðurlandi næstu þrjá daga. Farið verður yfir aðgerðaráætlanir og stefnumótun í starfi landsnefndanna í starfi þeirra í þágu kvenna og kynjajafnréttis um heim allan.

Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og forsetafrúin Eliza Reid tóku á móti fulltrúum UN Women ásamt íslensku landsnefndinni, starfsfólki og stjórn, og ávarpaði Guðni forseti hópinn með hvatningarræðu í tilefni Kvennafrídagsins.

Þess má geta að Landsnefnd UN Women á Íslandi legg­ur stofnun UN Women til hæsta fjár­fram­lag allra lands­nefnda, óháð höfðatölu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×