Tíu leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis: "Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2017 20:00 Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg. Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg.
Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57
Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35
Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00