Innlent

Segja möndlumjólkina ekki rugla neytendur

Sveinn Arnarsson skrifar
FA telur engar líkur á að merkingar blekki neytendur. Fréttablaðið/Pjetur
FA telur engar líkur á að merkingar blekki neytendur. Fréttablaðið/Pjetur
Félag atvinnurekenda gerir athugasemdir við kvörtun Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) yfir því að drykkir unnir úr jurtaafurðum og aðrar eðlislíkar vörur skuli vera seldar í verslunum undir heitum eins og möndlumjólk, haframjólk eða hnetusmjör.

Fréttablaðið greindi frá því þann 19. október að SAM hefði sent Neytendastofu kvörtun vegna þess að möndlumjólk og haframjólk væri merkt í verslunum sem einmitt mjólk.

„Vörurnar eru alla jafna afmarkaðar sérstaklega í verslunum. Umbúðirnar eru ólíkar umbúðum dýramjólkur auk þess sem flestar ef ekki allar eru á ensku. Þá eru vörurnar að jafnaði mun dýrari en dýramjólk. Telja má því hverfandi líkur á því að neytandi taki óvart jurtamjólk í stað dýramjólkur og breytir hillumerkingin þar engu um,“ segir í bréfi FA til Neytendastofu.

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri hjá Neytendastofu, segir það ekki rétt að stofnunin hafi tekið undir beiðni SAM eins og ráða mætti af orðalagi skrifstofustjóra SAM í Fréttablaðinu þann 19. október. „Við tökum enga ákvörðun fyrr en við höfum kynnt okkur málið,“ segir Þórunn Anna.

Tengdar fréttir

Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði segja Möndlumjólk villandi heiti á vörutegund. Neytendastofa tekur undir kvörtun SAM og beinir til verslana að laga hillumerkingar. Maður mjólkar ekki möndlur, segir framkvæmdastjóri SAM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×