Innlent

Ræða við mögulega kaupendur um álverið í Straumsvík

Haraldur Guðmundsson skrifar
Álverið í Straumsvík er til sölu. Fréttablaðið/Vilhelm
Álverið í Straumsvík er til sölu. Fréttablaðið/Vilhelm
Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto á Íslandi, á í viðræðum um sölu álversins við nokkra mögulega kaupendur í kjölfar heimsókna þeirra í Straumsvík. Hvar þær viðræður standa geta stjórnendur álversins ekki sagt til um né hverjir hafa sýnt fyrirtækinu áhuga.

Þetta segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi. Fyrirtækið sendi starfsmönnum sínum fréttapóst í vikunni þar sem greint var frá þessu.

„Það eru einhverjir búnir að vera að skoða þetta og mögulegir kaupendur í viðræðum. Við erum ekki hluti af þeim því þetta er á milli þeirra og móðurfélagsins,“ segir Bjarni Már.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 6. september að móðurfélagið hygðist endurskoða eignarhald sitt á álverinu. Kom þá fram að undirbúningur fyrir sölu gæti tekið allt að tvö ár og vildi Rannveig ekkert tjá sig um verð á álverinu. Færi svo að eftirspurn yrði ekki í takt við væntingar Rio Tinto Alcan yrði verksmiðjan hér á landi ekki seld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×