Góði Úlfurinn veit ekki neitt um pólitík Þórdís Valsdóttir skrifar 27. október 2017 18:30 Góði Úlfurinn er yngsti flytjandinn á Vökunni. Skjáskot „Ég er ekkert að spá í pólitík, ég veit ekki neitt, ekki einu sinni hvað flokkarnir heita,“ segir Góði Úlfurinn en hann er yngsti flytjandinn á tónleikunum Vökunni sem haldnir verða annað kvöld í Valsheimilinu. Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er ný orðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Hann kveðst vera mjög spenntur fyrir því að koma fram á Vökunni. Hann mun flytja lagið sitt vinsæla en segist vera byrjaður að vinna í nýju lagi. „Ég er sko byrjaður að semja nýtt lag, en bara byrjaður, ég er ekki búinn með það,“ segir Úlfur. Blaðamaður reyndi að ná upp úr honum nafninu á nýja laginu hans en án árangurs. „Nafnið er leyndó,“ segir Úlfur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbrot af Góða Úlfinum og Emmsjé Gauta í undirbúningi fyrir Vökuna.Spilar á Prikinu á næstunni Góði Úlfurinn þarf að bíða í nokkur ár enn áður en hann fær að kjósa og segist ekki vera byrjaður að spá neitt í pólitíkinni, enda nægur tími til stefnu. Úlfur hefur haft í mörgu að snúast undanfarið, en eftir að hann gaf út Græða peninginn hefur hann verið duglegur að koma fram. „Það er mjög mikið að gera, ég var á Selfossi og fékk borgað fyrir það, svo var ég í H&M og er að fara að spila á Prikinu bráðum.“ Tónleikarnir eru hluti af átaki til að hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað. Góði Úlfurinn stígur á svið klukkan 20:50 og það er frítt inn á tónleikana. Vakan er ætluð fyrir kjósendur og því er átján ára aldurstakmark inn á tónleikana. Miðað er við að einungis þeir sem hafa kosningarétt komist inn. Hægt er að kynna sér dagskránna og annað sem við kemur Vökunni á heimasíðu Vökunnar. Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Ég er ekkert að spá í pólitík, ég veit ekki neitt, ekki einu sinni hvað flokkarnir heita,“ segir Góði Úlfurinn en hann er yngsti flytjandinn á tónleikunum Vökunni sem haldnir verða annað kvöld í Valsheimilinu. Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er ný orðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Hann kveðst vera mjög spenntur fyrir því að koma fram á Vökunni. Hann mun flytja lagið sitt vinsæla en segist vera byrjaður að vinna í nýju lagi. „Ég er sko byrjaður að semja nýtt lag, en bara byrjaður, ég er ekki búinn með það,“ segir Úlfur. Blaðamaður reyndi að ná upp úr honum nafninu á nýja laginu hans en án árangurs. „Nafnið er leyndó,“ segir Úlfur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbrot af Góða Úlfinum og Emmsjé Gauta í undirbúningi fyrir Vökuna.Spilar á Prikinu á næstunni Góði Úlfurinn þarf að bíða í nokkur ár enn áður en hann fær að kjósa og segist ekki vera byrjaður að spá neitt í pólitíkinni, enda nægur tími til stefnu. Úlfur hefur haft í mörgu að snúast undanfarið, en eftir að hann gaf út Græða peninginn hefur hann verið duglegur að koma fram. „Það er mjög mikið að gera, ég var á Selfossi og fékk borgað fyrir það, svo var ég í H&M og er að fara að spila á Prikinu bráðum.“ Tónleikarnir eru hluti af átaki til að hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað. Góði Úlfurinn stígur á svið klukkan 20:50 og það er frítt inn á tónleikana. Vakan er ætluð fyrir kjósendur og því er átján ára aldurstakmark inn á tónleikana. Miðað er við að einungis þeir sem hafa kosningarétt komist inn. Hægt er að kynna sér dagskránna og annað sem við kemur Vökunni á heimasíðu Vökunnar.
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira