Logi braut kosningalög: Langsótt að dóttirin fái hann til að kjósa Framsóknarflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 17:16 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri ásamt dóttur sinni í dag. Stöð 2/Skjáskot Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15
Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30
Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31
Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29