Lífið

Pírati neyðist til að mæta með lepp í sjónvarpsútsendingu

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Pandóra Baldursdóttir tók sæti á þingi á síðasta ári.
Eva Pandóra Baldursdóttir tók sæti á þingi á síðasta ári.
Eva Pandóra Baldursdóttir, þingmaður og leiðtogi Pírata í Norðvesturkjördæmi, neyðist til að mæta með lepp í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 í kvöld.Eva greinir frá þessu í færslu á Facebook nú í hádeginu þar sem hún segir eins árs gamla dóttur sína hafa klórað sig í augað. Þetta hafi leitt til þess að Eva neyðist nú að læknisráði til að vera með lepp sem hún þarf að skarta fram yfir helgi.Leiðtogar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis í Norðvesturkjördæmi munu mætast í sjónvarpssal á Stöð 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:10.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.