Fékk betra viðmót þegar hún var "krabbameinssjúklingur" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. október 2017 19:30 Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira