Fékk betra viðmót þegar hún var "krabbameinssjúklingur" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. október 2017 19:30 Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira