Fékk betra viðmót þegar hún var "krabbameinssjúklingur" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. október 2017 19:30 Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja. Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja.
Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira