Páll Óskar sveik eldri konu á Þingeyri Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2017 09:48 Enginn Páll í dyragættina. Vagna er afar ósátt við svikin en hún ætlaði að færa Páli Óskari sérstaka gjöf, þá er hann kæmi til að afhenda plötuna eins og um var rætt. Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, er ekki allskostar sátt við tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Hún er reyndar verulega sár út í hann. „Verulega. Hann er að plata fólk til að kaupa plötu sem hann er að gefa út. Sagðist ætla að koma og afhenda hana og margir keyptu plötuna bara vegna þess. Nú sendir hann tölvupóst og segist ætla að senda hana í pósti. Hvað kallast svona sölumennska?“ spyr Vagna forviða og örg í senn.Eins og fram hefur komið voru þetta frómar fyrirætlanir hjá poppstjörnunni.Páll Óskar hefur verið í algjöru uppáhaldi Hún segir Vísi að henni hafi verið skapi næst að krefjast endurgreiðslu þegar hún fékk póstinn frá Páli, svohljóðandi.„Ég ætlaði að vera svo kúl og dreifa plötunni sjálfur til allra þeirra sem forpöntuðu hana og hlakkaði mikið til að hitta alla. En sú vinna krefst meiri andlegrar og líkamlegrar orku en mig óraði fyrir og ég verð einfaldlega að játa mig sigraðan. Ég get ekki dreift fleiri plötum. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.” Páll Óskar hefur verið í hávegum hafður hjá Vögnu, reyndar í algjöru uppáhaldi. Vagna segist ekki eiga mikið með honum en hún hefur hlustað á hann í útvarpi og haft samband við útvarpsstöðvarnar og beðið um lög með honum. „Ég er ekki sátt við svona framkomu. Ég var búin að hlakka til, bíða eftir plötunni í þrjá mánuði. En ég pantaði hana og borgaði fyrr í sumar.“Hafði lengi unnið að sérstakri gjöf sem hún ætlaði Páli Vagna segist hreinlega hafa orðið ill þegar hún fékk póstinn. Tilhlökkunin tengd því að hitta Pál sjálfan var mikil og það sem meira var; hún hafði stytt biðina með því að gera sérstaka gjöf sem hún hafði ætlað að færa Páli Óskari þá er hann kæmi. „Þetta er rjúpa sem ég bjó til,“ segir trélistakonan Vagna. „Ég geri allskonar. Ég er orðin gömul og ekki nógu dugleg að afla mér timburs, svo ég bý til hluti úr bréfmassa. Sem verður alveg eins og spýta. Ég veit ekki hversu margar rjúpur eru farnar frá mér og komnar út í lönd.Og svo var ein sérstök sem ég var búin að gera og ætluð var Páli. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta. En, hann fær rjúpuna ekki úr þessu. Ég gef ekki fólki sem svíkur mig.“Menn eiga ekki að lofa svona uppí ermina á sér Vagna segir ljóst að Páll hljóti að hafa haft talsvert uppúr krafsinu þegar hann seldi plötuna í forsölu, en hann hafi ekki haft tíma til að standa við loforðin. „Menn eiga ekki að lofa svona upp í ermina á sér. Ég er ósátt við það,“ segir Vagna sem þó ætlar ekki að taka Pál Óskar alveg út af sakramentinu. Hún segist ekki ætla að hætta að hlusta á tónlistina hans. En, það er ekki víst að tónlistin sú muni hafa eins jákvæð áhrif og hún hefur haft, eftir þessi svik. Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, er ekki allskostar sátt við tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Hún er reyndar verulega sár út í hann. „Verulega. Hann er að plata fólk til að kaupa plötu sem hann er að gefa út. Sagðist ætla að koma og afhenda hana og margir keyptu plötuna bara vegna þess. Nú sendir hann tölvupóst og segist ætla að senda hana í pósti. Hvað kallast svona sölumennska?“ spyr Vagna forviða og örg í senn.Eins og fram hefur komið voru þetta frómar fyrirætlanir hjá poppstjörnunni.Páll Óskar hefur verið í algjöru uppáhaldi Hún segir Vísi að henni hafi verið skapi næst að krefjast endurgreiðslu þegar hún fékk póstinn frá Páli, svohljóðandi.„Ég ætlaði að vera svo kúl og dreifa plötunni sjálfur til allra þeirra sem forpöntuðu hana og hlakkaði mikið til að hitta alla. En sú vinna krefst meiri andlegrar og líkamlegrar orku en mig óraði fyrir og ég verð einfaldlega að játa mig sigraðan. Ég get ekki dreift fleiri plötum. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.” Páll Óskar hefur verið í hávegum hafður hjá Vögnu, reyndar í algjöru uppáhaldi. Vagna segist ekki eiga mikið með honum en hún hefur hlustað á hann í útvarpi og haft samband við útvarpsstöðvarnar og beðið um lög með honum. „Ég er ekki sátt við svona framkomu. Ég var búin að hlakka til, bíða eftir plötunni í þrjá mánuði. En ég pantaði hana og borgaði fyrr í sumar.“Hafði lengi unnið að sérstakri gjöf sem hún ætlaði Páli Vagna segist hreinlega hafa orðið ill þegar hún fékk póstinn. Tilhlökkunin tengd því að hitta Pál sjálfan var mikil og það sem meira var; hún hafði stytt biðina með því að gera sérstaka gjöf sem hún hafði ætlað að færa Páli Óskari þá er hann kæmi. „Þetta er rjúpa sem ég bjó til,“ segir trélistakonan Vagna. „Ég geri allskonar. Ég er orðin gömul og ekki nógu dugleg að afla mér timburs, svo ég bý til hluti úr bréfmassa. Sem verður alveg eins og spýta. Ég veit ekki hversu margar rjúpur eru farnar frá mér og komnar út í lönd.Og svo var ein sérstök sem ég var búin að gera og ætluð var Páli. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta. En, hann fær rjúpuna ekki úr þessu. Ég gef ekki fólki sem svíkur mig.“Menn eiga ekki að lofa svona uppí ermina á sér Vagna segir ljóst að Páll hljóti að hafa haft talsvert uppúr krafsinu þegar hann seldi plötuna í forsölu, en hann hafi ekki haft tíma til að standa við loforðin. „Menn eiga ekki að lofa svona upp í ermina á sér. Ég er ósátt við það,“ segir Vagna sem þó ætlar ekki að taka Pál Óskar alveg út af sakramentinu. Hún segist ekki ætla að hætta að hlusta á tónlistina hans. En, það er ekki víst að tónlistin sú muni hafa eins jákvæð áhrif og hún hefur haft, eftir þessi svik.
Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00