Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Bæjarstjórinn segir að þegar tekin séu tillit til ákveðinna skilyrða ætti sveitarfélagið að geta rekið ferjuna á forsendum samfélagsins. Fréttablaðið/Stefán Samningaviðræðum ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að síðarnefndi aðilinn taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar miðar hægt en örugglega, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. „Ráðherra hefur tekið mjög vel í þessa hugmynd. Hann hefur þegar falið Vegagerðinni að skila ráðuneytinu drögum að samningi við okkur. Við höfum á sama tíma verið að undirbúa okkur fyrir þessar samningaviðræður og vinnum þær með annars vegar Bonafide lögmannsstofunni og hins vegar Analytica varðandi rekstrarhagfræðina,“ segir Elliði. Hann vonast til að ráðuneytið verði komið með samningsdrögin strax í þessari viku. Elliði Vignisson - Vestmannaeyjar - sjálfstæðisflokkurinn - bæjarstjóri„Við þekkjum þennan rekstur alveg ágætlega, eins og hægt er í gegnum excel-skjöl. Við teljum að að gefnum ákveðnum forsendum eigum við að geta rekið Vestmannaeyjaferju á forsendum samfélagsins og tryggt þær forsendur,“ segir Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa til að þetta verði að veruleika án hnökra. „Það þarf aðra ferju sem kemur núna í vor og síðan þarf núna klárlega að halda áfram að vinna Landeyjahöfn út úr þessum örðugleikum sem þar hafa verið. Annars vegar með tilliti til dýpis og hins vegar með tilliti til þess að veita skipinu skjól í aðsiglingu að höfninni,“ segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að þetta verði að veruleika og bendir á að þær hafnir sem hann þekki best, höfnin í Vestmannaeyjum og höfnin í Grindavík séu fjarri því að vera núna eins og þær voru þegar hann var krakki. „Þannig að auðvitað á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri með tíð og tíma.“ Elliði segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu fyrir bæinn með verkefninu. „Við erum einfaldlega að taka yfir samfélagslegt verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt eins og við gerðum þegar við tókum að okkur málefni grunnskóla. Vestmannaeyjabær tók að sér rekstur málefna fatlaðra langt á undan öðrum og við nálgumst þetta meira þannig. Við erum ekki að spila neinn rekstrarlegan póker. Spilin liggja á borðinu og við erum í mjög góðri samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðuneytið um þessi mál og reynum að finna þeim sem bestan farveg inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Samningaviðræðum ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að síðarnefndi aðilinn taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar miðar hægt en örugglega, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. „Ráðherra hefur tekið mjög vel í þessa hugmynd. Hann hefur þegar falið Vegagerðinni að skila ráðuneytinu drögum að samningi við okkur. Við höfum á sama tíma verið að undirbúa okkur fyrir þessar samningaviðræður og vinnum þær með annars vegar Bonafide lögmannsstofunni og hins vegar Analytica varðandi rekstrarhagfræðina,“ segir Elliði. Hann vonast til að ráðuneytið verði komið með samningsdrögin strax í þessari viku. Elliði Vignisson - Vestmannaeyjar - sjálfstæðisflokkurinn - bæjarstjóri„Við þekkjum þennan rekstur alveg ágætlega, eins og hægt er í gegnum excel-skjöl. Við teljum að að gefnum ákveðnum forsendum eigum við að geta rekið Vestmannaeyjaferju á forsendum samfélagsins og tryggt þær forsendur,“ segir Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa til að þetta verði að veruleika án hnökra. „Það þarf aðra ferju sem kemur núna í vor og síðan þarf núna klárlega að halda áfram að vinna Landeyjahöfn út úr þessum örðugleikum sem þar hafa verið. Annars vegar með tilliti til dýpis og hins vegar með tilliti til þess að veita skipinu skjól í aðsiglingu að höfninni,“ segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að þetta verði að veruleika og bendir á að þær hafnir sem hann þekki best, höfnin í Vestmannaeyjum og höfnin í Grindavík séu fjarri því að vera núna eins og þær voru þegar hann var krakki. „Þannig að auðvitað á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri með tíð og tíma.“ Elliði segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu fyrir bæinn með verkefninu. „Við erum einfaldlega að taka yfir samfélagslegt verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt eins og við gerðum þegar við tókum að okkur málefni grunnskóla. Vestmannaeyjabær tók að sér rekstur málefna fatlaðra langt á undan öðrum og við nálgumst þetta meira þannig. Við erum ekki að spila neinn rekstrarlegan póker. Spilin liggja á borðinu og við erum í mjög góðri samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðuneytið um þessi mál og reynum að finna þeim sem bestan farveg inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30