Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Bæjarstjórinn segir að þegar tekin séu tillit til ákveðinna skilyrða ætti sveitarfélagið að geta rekið ferjuna á forsendum samfélagsins. Fréttablaðið/Stefán Samningaviðræðum ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að síðarnefndi aðilinn taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar miðar hægt en örugglega, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. „Ráðherra hefur tekið mjög vel í þessa hugmynd. Hann hefur þegar falið Vegagerðinni að skila ráðuneytinu drögum að samningi við okkur. Við höfum á sama tíma verið að undirbúa okkur fyrir þessar samningaviðræður og vinnum þær með annars vegar Bonafide lögmannsstofunni og hins vegar Analytica varðandi rekstrarhagfræðina,“ segir Elliði. Hann vonast til að ráðuneytið verði komið með samningsdrögin strax í þessari viku. Elliði Vignisson - Vestmannaeyjar - sjálfstæðisflokkurinn - bæjarstjóri„Við þekkjum þennan rekstur alveg ágætlega, eins og hægt er í gegnum excel-skjöl. Við teljum að að gefnum ákveðnum forsendum eigum við að geta rekið Vestmannaeyjaferju á forsendum samfélagsins og tryggt þær forsendur,“ segir Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa til að þetta verði að veruleika án hnökra. „Það þarf aðra ferju sem kemur núna í vor og síðan þarf núna klárlega að halda áfram að vinna Landeyjahöfn út úr þessum örðugleikum sem þar hafa verið. Annars vegar með tilliti til dýpis og hins vegar með tilliti til þess að veita skipinu skjól í aðsiglingu að höfninni,“ segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að þetta verði að veruleika og bendir á að þær hafnir sem hann þekki best, höfnin í Vestmannaeyjum og höfnin í Grindavík séu fjarri því að vera núna eins og þær voru þegar hann var krakki. „Þannig að auðvitað á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri með tíð og tíma.“ Elliði segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu fyrir bæinn með verkefninu. „Við erum einfaldlega að taka yfir samfélagslegt verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt eins og við gerðum þegar við tókum að okkur málefni grunnskóla. Vestmannaeyjabær tók að sér rekstur málefna fatlaðra langt á undan öðrum og við nálgumst þetta meira þannig. Við erum ekki að spila neinn rekstrarlegan póker. Spilin liggja á borðinu og við erum í mjög góðri samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðuneytið um þessi mál og reynum að finna þeim sem bestan farveg inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Samningaviðræðum ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að síðarnefndi aðilinn taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar miðar hægt en örugglega, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. „Ráðherra hefur tekið mjög vel í þessa hugmynd. Hann hefur þegar falið Vegagerðinni að skila ráðuneytinu drögum að samningi við okkur. Við höfum á sama tíma verið að undirbúa okkur fyrir þessar samningaviðræður og vinnum þær með annars vegar Bonafide lögmannsstofunni og hins vegar Analytica varðandi rekstrarhagfræðina,“ segir Elliði. Hann vonast til að ráðuneytið verði komið með samningsdrögin strax í þessari viku. Elliði Vignisson - Vestmannaeyjar - sjálfstæðisflokkurinn - bæjarstjóri„Við þekkjum þennan rekstur alveg ágætlega, eins og hægt er í gegnum excel-skjöl. Við teljum að að gefnum ákveðnum forsendum eigum við að geta rekið Vestmannaeyjaferju á forsendum samfélagsins og tryggt þær forsendur,“ segir Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa til að þetta verði að veruleika án hnökra. „Það þarf aðra ferju sem kemur núna í vor og síðan þarf núna klárlega að halda áfram að vinna Landeyjahöfn út úr þessum örðugleikum sem þar hafa verið. Annars vegar með tilliti til dýpis og hins vegar með tilliti til þess að veita skipinu skjól í aðsiglingu að höfninni,“ segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að þetta verði að veruleika og bendir á að þær hafnir sem hann þekki best, höfnin í Vestmannaeyjum og höfnin í Grindavík séu fjarri því að vera núna eins og þær voru þegar hann var krakki. „Þannig að auðvitað á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri með tíð og tíma.“ Elliði segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu fyrir bæinn með verkefninu. „Við erum einfaldlega að taka yfir samfélagslegt verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt eins og við gerðum þegar við tókum að okkur málefni grunnskóla. Vestmannaeyjabær tók að sér rekstur málefna fatlaðra langt á undan öðrum og við nálgumst þetta meira þannig. Við erum ekki að spila neinn rekstrarlegan póker. Spilin liggja á borðinu og við erum í mjög góðri samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðuneytið um þessi mál og reynum að finna þeim sem bestan farveg inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30