Fékk bæði verðlaun og eigin bók í hendur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2017 10:15 "Mig langaði að skrifa hressa og skemmtilega bók um alvarleg málefni,“ segir Elísa. Vísir/Eyþór Árnason Mig langaði að skrifa bók sem væri hressandi og skemmtileg þó hún fjallaði um alvarleg málefni og held að mér hafi tekist það. Að minnsta kosti kom fram að krakkarnir í dómnefndinni hefðu verið ánægðir með hana,“ segir Elísa Jóhannsdóttir sem hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Verðlaunasagan, Er ekki allt í lagi með þig?, kom líka út í gær hjá Forlaginu, svo Elísa var að vonum glöð. „Þetta var frábær dagur, bæði að fá verðlaun og eigin bók í hendur,“ segir hún og bætir við: „Ég reiknaði ekki með að vinna. Sagan er miðuð við lesendur í 8. til 10. bekk, það er að segja fjórtán til sextán ára, og ég var ekki viss um að unglingabókarhandrit félli í kramið.“ Er ekki allt í lagi með þig? er fyrsta höfundarverk Elísu sem kemur út en hún lumar á ýmsu efni í skúffunni, meðal annars handriti að barnabók, að eigin sögn. Auk þess hefur hún þýtt eina bók, Villt heitir hún. Um söguþráð nýju bókarinnar segir Elísa: „Ragnheiður er stelpa sem flytur til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur alist upp. Hún hefur verið lögð í einelti og glímir við námsörðugleika og foreldravandamál. Kynnist strax Heklu sem er vinsæl fótboltastelpa og valdamikil í skólanum. Hekla kynnir hana fyrir fleirum en svo fer Ragnheiður að átta sig á því að Hekla er ekki öll þar sem hún er séð.“ Í umsögn dómnefndar segir: Er allt í lagi með þig? er skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki sem fjallar á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónarhóli bæði gerenda og þolenda.“Æsa Guðrún Bjarnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, færði Elísu verðlaunaskjalið.Spurð hvort um eigin hugarsmíð sé að ræða eða hvort hún byggi söguþráðinn á sönnum atburðum svarar Elísa: „Sagan er algerlega út úr eigin hugskoti. Ég var reyndar lögð í einelti sjálf þegar ég var barn, en bara í stuttan tíma því foreldrar mínir tóku mig úr skólanum sem ég var beitt því í, af því að þar var ekkert gert í málunum. En bókin er ekki síður skrifuð út frá reynslu gerenda eineltis og annarra sem taka þátt í því óbeint.“ Hún tekur fram að einelti sé ekki endilega aðalatriði bókarinnar heldur eitt af nokkrum umfjöllunarefnum svo sem að byrja í nýjum skóla og eignast vini, hvernig maður stendur með sjálfum sér og tekst á við vandamál tengd foreldrum. Elísa kveðst vera Reykvíkingur að uppruna en einnig hafa búið á Höfn í Hornafirði og í Danmörku. Hún er í fæðingarorlofi núna en er markaðs- og kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands. „Ég byrjaði á verðlaunabókinni fyrir fimm árum og er búin að taka skorpur í henni, til dæmis í síðasta fæðingarorlofi, svo lauk ég henni í þessu orlofi.“ Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Mig langaði að skrifa bók sem væri hressandi og skemmtileg þó hún fjallaði um alvarleg málefni og held að mér hafi tekist það. Að minnsta kosti kom fram að krakkarnir í dómnefndinni hefðu verið ánægðir með hana,“ segir Elísa Jóhannsdóttir sem hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Verðlaunasagan, Er ekki allt í lagi með þig?, kom líka út í gær hjá Forlaginu, svo Elísa var að vonum glöð. „Þetta var frábær dagur, bæði að fá verðlaun og eigin bók í hendur,“ segir hún og bætir við: „Ég reiknaði ekki með að vinna. Sagan er miðuð við lesendur í 8. til 10. bekk, það er að segja fjórtán til sextán ára, og ég var ekki viss um að unglingabókarhandrit félli í kramið.“ Er ekki allt í lagi með þig? er fyrsta höfundarverk Elísu sem kemur út en hún lumar á ýmsu efni í skúffunni, meðal annars handriti að barnabók, að eigin sögn. Auk þess hefur hún þýtt eina bók, Villt heitir hún. Um söguþráð nýju bókarinnar segir Elísa: „Ragnheiður er stelpa sem flytur til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur alist upp. Hún hefur verið lögð í einelti og glímir við námsörðugleika og foreldravandamál. Kynnist strax Heklu sem er vinsæl fótboltastelpa og valdamikil í skólanum. Hekla kynnir hana fyrir fleirum en svo fer Ragnheiður að átta sig á því að Hekla er ekki öll þar sem hún er séð.“ Í umsögn dómnefndar segir: Er allt í lagi með þig? er skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki sem fjallar á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónarhóli bæði gerenda og þolenda.“Æsa Guðrún Bjarnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, færði Elísu verðlaunaskjalið.Spurð hvort um eigin hugarsmíð sé að ræða eða hvort hún byggi söguþráðinn á sönnum atburðum svarar Elísa: „Sagan er algerlega út úr eigin hugskoti. Ég var reyndar lögð í einelti sjálf þegar ég var barn, en bara í stuttan tíma því foreldrar mínir tóku mig úr skólanum sem ég var beitt því í, af því að þar var ekkert gert í málunum. En bókin er ekki síður skrifuð út frá reynslu gerenda eineltis og annarra sem taka þátt í því óbeint.“ Hún tekur fram að einelti sé ekki endilega aðalatriði bókarinnar heldur eitt af nokkrum umfjöllunarefnum svo sem að byrja í nýjum skóla og eignast vini, hvernig maður stendur með sjálfum sér og tekst á við vandamál tengd foreldrum. Elísa kveðst vera Reykvíkingur að uppruna en einnig hafa búið á Höfn í Hornafirði og í Danmörku. Hún er í fæðingarorlofi núna en er markaðs- og kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands. „Ég byrjaði á verðlaunabókinni fyrir fimm árum og er búin að taka skorpur í henni, til dæmis í síðasta fæðingarorlofi, svo lauk ég henni í þessu orlofi.“
Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira