Varð fyrir áreitni sem ungur skattstjóri og jafnvel sýslumaður Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2017 21:04 Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók ákvörðun um að leysa lögreglufulltrúann frá störfum vegna rannsóknar á gömlum ásökunum. Enginn fótur reyndist fyrir þeim. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segist hafa orðið fyrir öllu því „helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Þá hafi hún verið ungur skattstjóri og síðar sýslumaður á Vestfjörðum. Í færslu á Facebook segir Sigríður að konur séu hvergi alveg öruggar um að verða ekki fyrir óumbeðnum og óviðeigandi athugasemdum eða jafnvel snertingum. Lögreglan sem vinnustaður sé ekki þar undanskilin. Tilefni færslu Sigríðar segir hún vera þá umræðu sem hafi kviknað í kjölfar uppljóstrana um kynferðislega áreitni Harvey Weinstein. „Afhjúpunin hefur hrundið af stað bylgju þar sem konur hvarvetna í heiminum, og á öllum aldri, lýsa ógnandi framkomu karla í sinn garð. Hlutskipti sem þær ætla ekki lengur að sætta sig við,“ segir Sigríður.Lögreglan geti oft ekki gripið inn í Hún segir það hlutverk lögreglunnar að tryggja öryggi borgaranna og því miður sé öryggi kvenna oft ógnað mjög án þess að lögreglan geti haft þar áhrif á. Til að konur geti búið við þá öryggistilfinningu sem þær eigi heimtingu á þurfi fleiri að koma að. Fyrst og fremst þurfi áreitni gegn konum sem viðurkennd hegðun að líða undir lok. „Þær geta átt von á slíku inni á heimilum, á vinnustöðum og á opinberum stöðum. Karllægir vinnustaðir og umhverfi þar sem karlar fara með völdin eru á meðal þeirra staða þar sem konur þurfa sérstaklega að vera varar um sig.“ Sigríður segir lögregluna sem vinnustað vera ekki undanskilin. „Lengst af voru stjórnendur í lögreglunni nær allir karlar og konur voru fáar í hópi lögregluþjóna. Ég get vel ímyndað mér að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að vera lögreglukona á þessum tíma. Við höfum heyrt slíkan vitnisburð, bæði nýverið í tengslum við #metoo umræðuna hér á landi, og í frásögnum lögreglukvenna í rannsóknum sem gerðar hafa verið á kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar.“ Í skýrslu sem kom út árið 2013 segir Sigríður að fram hafi komið að 31 prósent lögreglukvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni að hálfu yfirmanna eða samstarfsmanna. „Þetta er fullkomlega ólíðandi ástand. Nú hefur verið komið á fót sérstöku fagráði sem þeir sem verða fyrir svona, jafnt lögreglukonur sem -karlar, geta leitað til. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sett af stað framhaldsrannsókn á vinnustaðarmenningu embættisins.“Hlutfall kynjanna að skána Hún segir jafnara hlutfalla kynjanna, bæði í stjórnunarstöðum og í hópi lögreglumanna, vera að hennar mati lykilþáttur svo breyta megi viðteknum viðhorfum og samskiptavenjum innan embættisins. Í dag séu konur aðeins 22 prósent lögregluþjóna en þeim fari fjölgandi. Í hópi lögreglumanna 60 ára og eldri séu hins vegar einungis þrjú prósent kvenna. Þegar kemur að aldurshópnum 20 til 29 séu þær þó ríflega fjórðungur. „Þá er gaman að segja frá því að hlutfall kynjanna, í hópi þeirra sem nú nema lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, er svo til jafnt,“ segir Sigríður.Varð fyrir öllu því helsta Að endanum segir Sigríður „#metoo“, en það myllumerki hefur verið notað gífurlega mikið á undanförnum dögum þar sem konur segja frá áreitni sem þær hafa orðið fyrir. „Þó að sýslumenn teljist nokkuð valdamiklir þá hafði undirrituð þó ekki meiri völd en svo að henni mætti sem ungum skattstjóra, og síðar sýslumanni á Vestfjörðum, allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna. Kannski átti það þátt í að skapa mér skráp og nokkurn vott af harðfylgni en ég hefði þó gjarnan viljað vera laus við þessa reynslu.“ Sigríður segist hafa átt gott samstarf við flesta karlmenn í gegnum tíðina. Staðreyndin sé hins vegar sú að ekki sé auðvelt að setja sig í spor kvenna. „Sú umræða sem kviknað hefur að undanförnu hefur þó vonandi opnað augu margra þeirra fyrir því alvarlega vandamáli sem áreitni gegn konum er.“ MeToo Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segist hafa orðið fyrir öllu því „helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Þá hafi hún verið ungur skattstjóri og síðar sýslumaður á Vestfjörðum. Í færslu á Facebook segir Sigríður að konur séu hvergi alveg öruggar um að verða ekki fyrir óumbeðnum og óviðeigandi athugasemdum eða jafnvel snertingum. Lögreglan sem vinnustaður sé ekki þar undanskilin. Tilefni færslu Sigríðar segir hún vera þá umræðu sem hafi kviknað í kjölfar uppljóstrana um kynferðislega áreitni Harvey Weinstein. „Afhjúpunin hefur hrundið af stað bylgju þar sem konur hvarvetna í heiminum, og á öllum aldri, lýsa ógnandi framkomu karla í sinn garð. Hlutskipti sem þær ætla ekki lengur að sætta sig við,“ segir Sigríður.Lögreglan geti oft ekki gripið inn í Hún segir það hlutverk lögreglunnar að tryggja öryggi borgaranna og því miður sé öryggi kvenna oft ógnað mjög án þess að lögreglan geti haft þar áhrif á. Til að konur geti búið við þá öryggistilfinningu sem þær eigi heimtingu á þurfi fleiri að koma að. Fyrst og fremst þurfi áreitni gegn konum sem viðurkennd hegðun að líða undir lok. „Þær geta átt von á slíku inni á heimilum, á vinnustöðum og á opinberum stöðum. Karllægir vinnustaðir og umhverfi þar sem karlar fara með völdin eru á meðal þeirra staða þar sem konur þurfa sérstaklega að vera varar um sig.“ Sigríður segir lögregluna sem vinnustað vera ekki undanskilin. „Lengst af voru stjórnendur í lögreglunni nær allir karlar og konur voru fáar í hópi lögregluþjóna. Ég get vel ímyndað mér að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að vera lögreglukona á þessum tíma. Við höfum heyrt slíkan vitnisburð, bæði nýverið í tengslum við #metoo umræðuna hér á landi, og í frásögnum lögreglukvenna í rannsóknum sem gerðar hafa verið á kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar.“ Í skýrslu sem kom út árið 2013 segir Sigríður að fram hafi komið að 31 prósent lögreglukvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni að hálfu yfirmanna eða samstarfsmanna. „Þetta er fullkomlega ólíðandi ástand. Nú hefur verið komið á fót sérstöku fagráði sem þeir sem verða fyrir svona, jafnt lögreglukonur sem -karlar, geta leitað til. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sett af stað framhaldsrannsókn á vinnustaðarmenningu embættisins.“Hlutfall kynjanna að skána Hún segir jafnara hlutfalla kynjanna, bæði í stjórnunarstöðum og í hópi lögreglumanna, vera að hennar mati lykilþáttur svo breyta megi viðteknum viðhorfum og samskiptavenjum innan embættisins. Í dag séu konur aðeins 22 prósent lögregluþjóna en þeim fari fjölgandi. Í hópi lögreglumanna 60 ára og eldri séu hins vegar einungis þrjú prósent kvenna. Þegar kemur að aldurshópnum 20 til 29 séu þær þó ríflega fjórðungur. „Þá er gaman að segja frá því að hlutfall kynjanna, í hópi þeirra sem nú nema lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, er svo til jafnt,“ segir Sigríður.Varð fyrir öllu því helsta Að endanum segir Sigríður „#metoo“, en það myllumerki hefur verið notað gífurlega mikið á undanförnum dögum þar sem konur segja frá áreitni sem þær hafa orðið fyrir. „Þó að sýslumenn teljist nokkuð valdamiklir þá hafði undirrituð þó ekki meiri völd en svo að henni mætti sem ungum skattstjóra, og síðar sýslumanni á Vestfjörðum, allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna. Kannski átti það þátt í að skapa mér skráp og nokkurn vott af harðfylgni en ég hefði þó gjarnan viljað vera laus við þessa reynslu.“ Sigríður segist hafa átt gott samstarf við flesta karlmenn í gegnum tíðina. Staðreyndin sé hins vegar sú að ekki sé auðvelt að setja sig í spor kvenna. „Sú umræða sem kviknað hefur að undanförnu hefur þó vonandi opnað augu margra þeirra fyrir því alvarlega vandamáli sem áreitni gegn konum er.“
MeToo Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira