Vilhjálmur strunsar af fundi: Segir Sigríði Rut bulla og delera Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2017 11:59 Vilhjálmur segir að fólk verði að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt framúr sér. Vísir/Eyþór Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins strunsaði af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsfundar Alþingis nú rétt í þessu í kjölfar svara Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, lögmanns Stundarinnar og Reykjavík Media. Lögbannið er til umræðu á fundi nefndarinnar sem staðið hefur yfir síðan klukkan rúmlega níu í morgun. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Spurning Vilhjálms laut að því hvort það væri svo að þagnarskylda víki alltaf þegar gögn eru komin í hendur blaðamanna? Sigríður Rut svaraði því stutt og laggott: Já. Segir yfirgengilegt að þagnarskylda víki við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðlaÞað var meira en Vilhjálmur þoldi. Vísir náði tali af Vilhjálmi strax eftir útgönguna. „Ég nenni þessu ekki. Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Aðrir verða að fylgjast með þessu,“ segir Vilhjálmur og ítrekar að þetta snúist í sínum huga ekki um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media.Vísir/EyþórVilhjálmur segist ekki hafa hugmynd um hvaðan grein sem slík sé komin. „Menn verða nú aðeins að rökstyðja þetta nánar,“ segir þingmaðurinn og leggur á það áherslu að löggjafinn hafi heimild til takmörkunar á tjáningarfrelsinu ef svo ber undir. „Og framfylgja því ef persónuupplýsingar eru undir. En, það að sú þagnarskylda víki þegar gögn eru komin til fjölmiðla er lengra en ég get skilið.“ Er væntanlega sjálfur í gögnunumSjálfur telur hann einsýnt að nafn hans sé í Glitnis-skjölunum en hann hefur ekki áhyggjur af því, það er ef þeir sem um þau atriði fjalla eru efnahagslega læsir. „Þetta varðar þúsundir einstaklinga. Ég hlýt að vera í þessum gögnum. Ég hef verið í viðskiptum við þennan banka frá því ég var 17 ára gamall.“ Vilhjálmur segir að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum verið að auka persónuvernd. Ef hún síðan víkur við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðla, það segist Vilhjálmur hvergi hafa séð. Lögmaðurinn sagður bulla og delera„Menn verða að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt fram úr sér. Lengra en ég hef séð í lagatúlkun. Ef menn ætla að kalla sig virta lögmenn verða þeir að sleppa því að delera og bulla. Ég er bara að lýsa fáránleikanum í þessu máli. Eftir að löggjafinn hefur takmarkað tjáningarfrelsi verður hann að leysa menn undir þessari takmörkun með pósitívum hætti en ekki með skapandi túlkun dómsstóla eða lögmanna úti í bæ.“ Vilhjálmur bendir á að sjálfur hafi hann verið skotmark í lekamáli. „Sá leki var beinlínis gerður til að skaða mig. Og þar var farið ranglega með í túlkun á gögnum.“ Uppfært 13:45Athugasemd: Áður sagði í fréttinni að Vilhjálmur ítreki að þetta „snúist í sínum huga um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu“. Þarna urðu blaðamanni á meinleg mistök í flýtinum við að greina frá. Þarna vantar lykilorð sem gerbreytir merkingunni sem er orðið „ekki“. Sem sagt: Vilhjálmur leggur áherslu á að þetta snúist EKKI um Bjarna, í sínum huga. Þetta hefur verið lagfært í textanum og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Tengdar fréttir Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins strunsaði af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsfundar Alþingis nú rétt í þessu í kjölfar svara Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, lögmanns Stundarinnar og Reykjavík Media. Lögbannið er til umræðu á fundi nefndarinnar sem staðið hefur yfir síðan klukkan rúmlega níu í morgun. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Spurning Vilhjálms laut að því hvort það væri svo að þagnarskylda víki alltaf þegar gögn eru komin í hendur blaðamanna? Sigríður Rut svaraði því stutt og laggott: Já. Segir yfirgengilegt að þagnarskylda víki við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðlaÞað var meira en Vilhjálmur þoldi. Vísir náði tali af Vilhjálmi strax eftir útgönguna. „Ég nenni þessu ekki. Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Aðrir verða að fylgjast með þessu,“ segir Vilhjálmur og ítrekar að þetta snúist í sínum huga ekki um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media.Vísir/EyþórVilhjálmur segist ekki hafa hugmynd um hvaðan grein sem slík sé komin. „Menn verða nú aðeins að rökstyðja þetta nánar,“ segir þingmaðurinn og leggur á það áherslu að löggjafinn hafi heimild til takmörkunar á tjáningarfrelsinu ef svo ber undir. „Og framfylgja því ef persónuupplýsingar eru undir. En, það að sú þagnarskylda víki þegar gögn eru komin til fjölmiðla er lengra en ég get skilið.“ Er væntanlega sjálfur í gögnunumSjálfur telur hann einsýnt að nafn hans sé í Glitnis-skjölunum en hann hefur ekki áhyggjur af því, það er ef þeir sem um þau atriði fjalla eru efnahagslega læsir. „Þetta varðar þúsundir einstaklinga. Ég hlýt að vera í þessum gögnum. Ég hef verið í viðskiptum við þennan banka frá því ég var 17 ára gamall.“ Vilhjálmur segir að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum verið að auka persónuvernd. Ef hún síðan víkur við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðla, það segist Vilhjálmur hvergi hafa séð. Lögmaðurinn sagður bulla og delera„Menn verða að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt fram úr sér. Lengra en ég hef séð í lagatúlkun. Ef menn ætla að kalla sig virta lögmenn verða þeir að sleppa því að delera og bulla. Ég er bara að lýsa fáránleikanum í þessu máli. Eftir að löggjafinn hefur takmarkað tjáningarfrelsi verður hann að leysa menn undir þessari takmörkun með pósitívum hætti en ekki með skapandi túlkun dómsstóla eða lögmanna úti í bæ.“ Vilhjálmur bendir á að sjálfur hafi hann verið skotmark í lekamáli. „Sá leki var beinlínis gerður til að skaða mig. Og þar var farið ranglega með í túlkun á gögnum.“ Uppfært 13:45Athugasemd: Áður sagði í fréttinni að Vilhjálmur ítreki að þetta „snúist í sínum huga um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu“. Þarna urðu blaðamanni á meinleg mistök í flýtinum við að greina frá. Þarna vantar lykilorð sem gerbreytir merkingunni sem er orðið „ekki“. Sem sagt: Vilhjálmur leggur áherslu á að þetta snúist EKKI um Bjarna, í sínum huga. Þetta hefur verið lagfært í textanum og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Tengdar fréttir Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37