Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Höskuldur Kári Schram skrifar 18. október 2017 18:34 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira