Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Höskuldur Kári Schram skrifar 18. október 2017 18:34 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent