Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2017 20:00 Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira