Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2017 20:00 Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira