Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2017 20:00 Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira