
Logi og Þórdís eru ekki lengur par en þau hafa sjálf greint frá því hve spennt þau væru bæði fyrir barninu.
Þau kynntust fyrir rúmum áratug á kórkynningu Menntaskólans við Hamrahlíð og urðu skotin hvort í öðru.
Því má með sanni segja að enn eitt MH kórbarnið sé fætt eins og Logi komst að orði þegar þau greindu frá óléttunni.
„Öllum heilsast vel og hárprúði maðurinn er hress og kátur. Og já nýja Drake platan var í gangi þegar hann lét loksins sjá sig,“ segir Logi.
Færsluna má sjá hér að neðan.