Ólafur Þór: Vorum með töluverða yfirburði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2017 22:20 Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar. vísir Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira