Vilja hinsegin fræðslu í skólum Fjallabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. október 2017 06:00 Stefnt er á að hefja hinsegin fræðslu seinna á árinu. Vísir/stefán Þrír Siglfirðingar ræða nú við yfirvöld í Fjallabyggð um að hefja hinsegin fræðslu í skólum bæjarfélagsins. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að hægt verði að hefja kennslu á þessu skólaári. „Þetta byrjaði eiginlega með því að síðastliðin þrjú ár höfum við hringt niður á bæjarstjórnarskrifstofur til að biðja um að flagga hinsegin fánanum í tengslum við hinsegin daga. Þá komumst við að því að slíkir fánar eru ekki til í bæjarfélaginu,“ segir Hólmfríður Ósk Norðfjörð, einn aðstandenda verkefnisins. Í vor gekk Hólmfríður að eiga Birgittu Þorsteinsdóttur en auk þeirra stendur Sunna Björk Valsdóttir að baki fræðslunni. Báðar eru þær uppaldir Siglfirðingar og hafa búið þar stærstan hluta ævi sinnar. Fyrir athöfnina fengu þær hinsegin fánann lánaðan frá menntaskólanema í bænum og var honum flaggað fyrir utan kirkjuna. „Eftir þá athöfn komu ofboðslega margir til okkar og spurðu okkur um hitt og þetta og meðal annars hvort við værum ekki til í að vera með hinsegin fræðslu fyrir börn og unglinga,“ segir Hólmfríður. Ekkert slíkt hafi verið í boði í Fjallabyggð síðastliðin ár. „Það eru allavega tveir transstrákar sem búa hérna og svo eru mjög margar lesbíur hérna einnig. Fræðslan hefur hins vegar ekki verið mikil,“ segir Hólmfríður. „Ég starfa sjálf í skólanum og fæ stundum spurningar á borð við hvers vegna önnur okkar sé ekki með bindi. Þá kemur í ljós að þetta er málefni sem er ekkert endilega rætt á öllum heimilum.“ Hólmfríður telur að það væri gott að einhver úr byggðarlaginu stæði að fræðslunni. Það sé afar mikilvægt að börn og unglingar geti haft einhvern til að ræða við um það sem þau séu að upplifa. Meðal annars hafi verið rætt um, sé áhugi fyrir slíku, að þegar námsefnið og verkefnið er tilbúið að bjóða einnig upp á fræðslu í sveitarfélögum í nágrenninu. Hún viti þó til þess að einhver fræðsla hafi verið í Dalvíkurbyggð undanfarin ár. Nýr deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, tók við á árinu og var verkefninu vísað til meðferðar hennar á fundi bæjarráðs í vikunni. „Við vonumst til þess að hægt verði að hefja fræðslu á þessu skólaári,“ segir Hólmfríður að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Þrír Siglfirðingar ræða nú við yfirvöld í Fjallabyggð um að hefja hinsegin fræðslu í skólum bæjarfélagsins. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að hægt verði að hefja kennslu á þessu skólaári. „Þetta byrjaði eiginlega með því að síðastliðin þrjú ár höfum við hringt niður á bæjarstjórnarskrifstofur til að biðja um að flagga hinsegin fánanum í tengslum við hinsegin daga. Þá komumst við að því að slíkir fánar eru ekki til í bæjarfélaginu,“ segir Hólmfríður Ósk Norðfjörð, einn aðstandenda verkefnisins. Í vor gekk Hólmfríður að eiga Birgittu Þorsteinsdóttur en auk þeirra stendur Sunna Björk Valsdóttir að baki fræðslunni. Báðar eru þær uppaldir Siglfirðingar og hafa búið þar stærstan hluta ævi sinnar. Fyrir athöfnina fengu þær hinsegin fánann lánaðan frá menntaskólanema í bænum og var honum flaggað fyrir utan kirkjuna. „Eftir þá athöfn komu ofboðslega margir til okkar og spurðu okkur um hitt og þetta og meðal annars hvort við værum ekki til í að vera með hinsegin fræðslu fyrir börn og unglinga,“ segir Hólmfríður. Ekkert slíkt hafi verið í boði í Fjallabyggð síðastliðin ár. „Það eru allavega tveir transstrákar sem búa hérna og svo eru mjög margar lesbíur hérna einnig. Fræðslan hefur hins vegar ekki verið mikil,“ segir Hólmfríður. „Ég starfa sjálf í skólanum og fæ stundum spurningar á borð við hvers vegna önnur okkar sé ekki með bindi. Þá kemur í ljós að þetta er málefni sem er ekkert endilega rætt á öllum heimilum.“ Hólmfríður telur að það væri gott að einhver úr byggðarlaginu stæði að fræðslunni. Það sé afar mikilvægt að börn og unglingar geti haft einhvern til að ræða við um það sem þau séu að upplifa. Meðal annars hafi verið rætt um, sé áhugi fyrir slíku, að þegar námsefnið og verkefnið er tilbúið að bjóða einnig upp á fræðslu í sveitarfélögum í nágrenninu. Hún viti þó til þess að einhver fræðsla hafi verið í Dalvíkurbyggð undanfarin ár. Nýr deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, tók við á árinu og var verkefninu vísað til meðferðar hennar á fundi bæjarráðs í vikunni. „Við vonumst til þess að hægt verði að hefja fræðslu á þessu skólaári,“ segir Hólmfríður að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira