Vilja hinsegin fræðslu í skólum Fjallabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. október 2017 06:00 Stefnt er á að hefja hinsegin fræðslu seinna á árinu. Vísir/stefán Þrír Siglfirðingar ræða nú við yfirvöld í Fjallabyggð um að hefja hinsegin fræðslu í skólum bæjarfélagsins. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að hægt verði að hefja kennslu á þessu skólaári. „Þetta byrjaði eiginlega með því að síðastliðin þrjú ár höfum við hringt niður á bæjarstjórnarskrifstofur til að biðja um að flagga hinsegin fánanum í tengslum við hinsegin daga. Þá komumst við að því að slíkir fánar eru ekki til í bæjarfélaginu,“ segir Hólmfríður Ósk Norðfjörð, einn aðstandenda verkefnisins. Í vor gekk Hólmfríður að eiga Birgittu Þorsteinsdóttur en auk þeirra stendur Sunna Björk Valsdóttir að baki fræðslunni. Báðar eru þær uppaldir Siglfirðingar og hafa búið þar stærstan hluta ævi sinnar. Fyrir athöfnina fengu þær hinsegin fánann lánaðan frá menntaskólanema í bænum og var honum flaggað fyrir utan kirkjuna. „Eftir þá athöfn komu ofboðslega margir til okkar og spurðu okkur um hitt og þetta og meðal annars hvort við værum ekki til í að vera með hinsegin fræðslu fyrir börn og unglinga,“ segir Hólmfríður. Ekkert slíkt hafi verið í boði í Fjallabyggð síðastliðin ár. „Það eru allavega tveir transstrákar sem búa hérna og svo eru mjög margar lesbíur hérna einnig. Fræðslan hefur hins vegar ekki verið mikil,“ segir Hólmfríður. „Ég starfa sjálf í skólanum og fæ stundum spurningar á borð við hvers vegna önnur okkar sé ekki með bindi. Þá kemur í ljós að þetta er málefni sem er ekkert endilega rætt á öllum heimilum.“ Hólmfríður telur að það væri gott að einhver úr byggðarlaginu stæði að fræðslunni. Það sé afar mikilvægt að börn og unglingar geti haft einhvern til að ræða við um það sem þau séu að upplifa. Meðal annars hafi verið rætt um, sé áhugi fyrir slíku, að þegar námsefnið og verkefnið er tilbúið að bjóða einnig upp á fræðslu í sveitarfélögum í nágrenninu. Hún viti þó til þess að einhver fræðsla hafi verið í Dalvíkurbyggð undanfarin ár. Nýr deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, tók við á árinu og var verkefninu vísað til meðferðar hennar á fundi bæjarráðs í vikunni. „Við vonumst til þess að hægt verði að hefja fræðslu á þessu skólaári,“ segir Hólmfríður að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Þrír Siglfirðingar ræða nú við yfirvöld í Fjallabyggð um að hefja hinsegin fræðslu í skólum bæjarfélagsins. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að hægt verði að hefja kennslu á þessu skólaári. „Þetta byrjaði eiginlega með því að síðastliðin þrjú ár höfum við hringt niður á bæjarstjórnarskrifstofur til að biðja um að flagga hinsegin fánanum í tengslum við hinsegin daga. Þá komumst við að því að slíkir fánar eru ekki til í bæjarfélaginu,“ segir Hólmfríður Ósk Norðfjörð, einn aðstandenda verkefnisins. Í vor gekk Hólmfríður að eiga Birgittu Þorsteinsdóttur en auk þeirra stendur Sunna Björk Valsdóttir að baki fræðslunni. Báðar eru þær uppaldir Siglfirðingar og hafa búið þar stærstan hluta ævi sinnar. Fyrir athöfnina fengu þær hinsegin fánann lánaðan frá menntaskólanema í bænum og var honum flaggað fyrir utan kirkjuna. „Eftir þá athöfn komu ofboðslega margir til okkar og spurðu okkur um hitt og þetta og meðal annars hvort við værum ekki til í að vera með hinsegin fræðslu fyrir börn og unglinga,“ segir Hólmfríður. Ekkert slíkt hafi verið í boði í Fjallabyggð síðastliðin ár. „Það eru allavega tveir transstrákar sem búa hérna og svo eru mjög margar lesbíur hérna einnig. Fræðslan hefur hins vegar ekki verið mikil,“ segir Hólmfríður. „Ég starfa sjálf í skólanum og fæ stundum spurningar á borð við hvers vegna önnur okkar sé ekki með bindi. Þá kemur í ljós að þetta er málefni sem er ekkert endilega rætt á öllum heimilum.“ Hólmfríður telur að það væri gott að einhver úr byggðarlaginu stæði að fræðslunni. Það sé afar mikilvægt að börn og unglingar geti haft einhvern til að ræða við um það sem þau séu að upplifa. Meðal annars hafi verið rætt um, sé áhugi fyrir slíku, að þegar námsefnið og verkefnið er tilbúið að bjóða einnig upp á fræðslu í sveitarfélögum í nágrenninu. Hún viti þó til þess að einhver fræðsla hafi verið í Dalvíkurbyggð undanfarin ár. Nýr deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, tók við á árinu og var verkefninu vísað til meðferðar hennar á fundi bæjarráðs í vikunni. „Við vonumst til þess að hægt verði að hefja fræðslu á þessu skólaári,“ segir Hólmfríður að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira