Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:32 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent