Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:32 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35