Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:32 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35