Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 09:11 Frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra fyrr í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu. vísir/anton brink Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33
„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24