Voru óvart lyklalausir í útkalli á Skólavörðustíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2017 06:00 Sjúkrabílar eiga iðulega erindi í miðborg Reykjavíkur. vísir/ernir „Af einhverri ástæðu höfðu þeir skipt um bíl þennan dag og voru ekki með lykilinn,“ segir Brynjar Þór Friðriksson, aðgerðastjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um atvik er sjúkrabíll komst ekki upp Skólavörðustíg með veika konu.Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir Hildur Bolladóttir, sem býr og starfar á Skólavörðustíg, að þegar aka hafi átt henni með sjúkrabíl um miðjan ágúst hafi ekki verið lykill í bílnum til að opna hlið sem lokar Skólavörðustíg við Bergstaðastræti. „Það eiga að vera lyklar í öllum bílum hjá okkur en þeir voru á bíl sem er venjulega ekki fremstur hjá okkur heldur varabíll,“ segir Brynjar. Eftir atvikið hafi verið gætt að því hvort lyklar væru í öllum sjúkrabílum „Og var þá bætt á þar sem það vantaði,“ segir hann. „Við erum með tvö sett af lyklum. Erum annars vegar með lykla að spítölum og slíkum stöðum og hins vegar að hliðunum hjá borginni. Þar er einn lykill að öllu.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Aðspurður segir Brynjar töfina aðeins hafa verið smávægilega.Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg.vísir/eyþór„Ég ræddi við starfsmanninn sem keyrði og hún sagðist bara hafa þurft að taka U-beygju og verið smá stund að fara fram og til baka. Ég held að sjúklingurinn hafi farið í Fossvog þannig að það var bara farið niður á Hverfisgötu og upp eftir,“ segir Brynjar sem játar því þó að betra hefði verið að fara hina leiðina, beint upp Skólavörðustíg. „Tími er alltaf faktor í öllu en við eru með menn, tæki og búnað til þess að vinna þá í málunum í staðinn,“ segir hann. Sjúkraflutningamenn lendi iðulega í ýmsum hindrunum. „Það er einfaldlega raunveruleiki sem við búum við en við erum alltaf lausnamiðaðir og reynum að finna lausnir og leiðir.“ Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir frétt Fréttablaðsins í gær með frásögn Hildar Bolladóttur hafa verið einhliða. Völdum götum sé breytt í göngugötur yfir tiltekinn tíma í fullu samráði og með nánum samskiptum borgarstarfsmanna, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga. „Allir þessir aðilar eru með lykla til að opna hvenær sem er, og eiga að vera með í bílunum sínum,“ segir Gunnar sem tekur ekki undir með Hildi sem kvað götulokanir hafa slæm áhrif á verslun í miðbænum. „Engar mælingar sýna að áhrif af lokunum gatna á verslun og þjónustu séu slæm. Þvert á móti eru þessar götur iðandi af mannlífi,“ segir Gunnar. Kannanir sýni að 75 prósent íbúa í Reykjavík séu jákvæð gagnvart göngugötum í miðbænum. „Annar hópur fólks, sem kann vel við að ganga um götur þar sem bílar eru ekki til staðar og þar sem betri hljóðvist er, kemur gjarnan í bæinn.“ Þótt Hildur hafi sagt að eiturlyfjasalar og annar glæpalýður ætti skjól fyrir lögreglu að næturlagi þar sem götur séu lokaðar fyrir bílum þá segir Gunnar að engar upplýsingar séu til um að einhver ósómi þrífist á göngugötum vegna þessara lokana. „Að sjálfsögðu kemst lögreglan og aðrir aðilar eins og slökkvilið og sjúkrabílar allra sinna leiða um þessar götur til að sinna erindum sínum,“ segir verkefnisstjóri miðlunar. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
„Af einhverri ástæðu höfðu þeir skipt um bíl þennan dag og voru ekki með lykilinn,“ segir Brynjar Þór Friðriksson, aðgerðastjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um atvik er sjúkrabíll komst ekki upp Skólavörðustíg með veika konu.Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir Hildur Bolladóttir, sem býr og starfar á Skólavörðustíg, að þegar aka hafi átt henni með sjúkrabíl um miðjan ágúst hafi ekki verið lykill í bílnum til að opna hlið sem lokar Skólavörðustíg við Bergstaðastræti. „Það eiga að vera lyklar í öllum bílum hjá okkur en þeir voru á bíl sem er venjulega ekki fremstur hjá okkur heldur varabíll,“ segir Brynjar. Eftir atvikið hafi verið gætt að því hvort lyklar væru í öllum sjúkrabílum „Og var þá bætt á þar sem það vantaði,“ segir hann. „Við erum með tvö sett af lyklum. Erum annars vegar með lykla að spítölum og slíkum stöðum og hins vegar að hliðunum hjá borginni. Þar er einn lykill að öllu.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Aðspurður segir Brynjar töfina aðeins hafa verið smávægilega.Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg.vísir/eyþór„Ég ræddi við starfsmanninn sem keyrði og hún sagðist bara hafa þurft að taka U-beygju og verið smá stund að fara fram og til baka. Ég held að sjúklingurinn hafi farið í Fossvog þannig að það var bara farið niður á Hverfisgötu og upp eftir,“ segir Brynjar sem játar því þó að betra hefði verið að fara hina leiðina, beint upp Skólavörðustíg. „Tími er alltaf faktor í öllu en við eru með menn, tæki og búnað til þess að vinna þá í málunum í staðinn,“ segir hann. Sjúkraflutningamenn lendi iðulega í ýmsum hindrunum. „Það er einfaldlega raunveruleiki sem við búum við en við erum alltaf lausnamiðaðir og reynum að finna lausnir og leiðir.“ Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir frétt Fréttablaðsins í gær með frásögn Hildar Bolladóttur hafa verið einhliða. Völdum götum sé breytt í göngugötur yfir tiltekinn tíma í fullu samráði og með nánum samskiptum borgarstarfsmanna, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga. „Allir þessir aðilar eru með lykla til að opna hvenær sem er, og eiga að vera með í bílunum sínum,“ segir Gunnar sem tekur ekki undir með Hildi sem kvað götulokanir hafa slæm áhrif á verslun í miðbænum. „Engar mælingar sýna að áhrif af lokunum gatna á verslun og þjónustu séu slæm. Þvert á móti eru þessar götur iðandi af mannlífi,“ segir Gunnar. Kannanir sýni að 75 prósent íbúa í Reykjavík séu jákvæð gagnvart göngugötum í miðbænum. „Annar hópur fólks, sem kann vel við að ganga um götur þar sem bílar eru ekki til staðar og þar sem betri hljóðvist er, kemur gjarnan í bæinn.“ Þótt Hildur hafi sagt að eiturlyfjasalar og annar glæpalýður ætti skjól fyrir lögreglu að næturlagi þar sem götur séu lokaðar fyrir bílum þá segir Gunnar að engar upplýsingar séu til um að einhver ósómi þrífist á göngugötum vegna þessara lokana. „Að sjálfsögðu kemst lögreglan og aðrir aðilar eins og slökkvilið og sjúkrabílar allra sinna leiða um þessar götur til að sinna erindum sínum,“ segir verkefnisstjóri miðlunar.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00