Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. september 2017 07:00 Það er margfalt ódýrara að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. vísir/eyþór Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira