Óttuðust að nasistafáni á skjaldarmerkinu bryti gegn lögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. september 2017 06:00 Valur Gunnarsson við hlið kápunnar sem óvíst var hvort fengi að birtast. Óvissa um túlkun íslensku fánalaganna hægði á útgáfu nýjustu skáldsögu Vals Gunnarssonar. Bókin er nú á leið í prentun eftir álit lögfræðings útgefandans, Máls og menningar, þess efnis að bókakápan stæðist lög. Bókin ber heitið Örninn og Fálkinn og er skáldsaga um hvað hefði getað orðið ef þýskir nasistar hefðu gengið hér á land árið 1940 en ekki breskir hermenn. Sögumaður er starfsmaður Landsímans, Sigurður Jónasson, sem fylgist grannt með því hvernig Ísland aðlagast nasismanum. „Ég var viðstaddur opnun Bókmenntahátíðar þegar ég hitti útgefandann og spurði hvort bókin væri ekki farin í prentsmiðjuna. Þá fékk ég það svar að það biði niðurstöðu lögfræðings,“ segir Valur. Ástæða óvissunnar um lögmæti kápunnar er að á framhlið bókarinnar má finna óvenjulega útfærslu á skjaldarmerki Íslands. Griðungurinn, gammurinn, drekinn og bergrisinn eru á sínum stöðum en þó dekkri yfirlitum en vant er. Í stað þess að þeir raði sér í kringum íslenska fánann er milli þeirra rauður fáni nasista prýddur hakakrossinum. „Við könnumst flest við fánalögin, um hvað má gera og hvað ekki með íslenska fánann. Það er bannað að breyta honum með einhverjum hætti, nota sem föt og það sama virðist vera með skjaldarmerkið. Það varð hins vegar niðurstaðan að lögin, þó þau séu til á pappír, séu eiginlega dauður lagabókstafur. Þeim er í það minnsta ekki fylgt mikið,“ segir Valur. „Þá segir í 12 grein a. [fánalaga] að skjaldarmerki Íslands sé auðkenni stjórnvalda ríkisins og notkun ríkisskjaldarmerkisins sé þeim einum heimil. En við teljum að þetta sé sjálfstætt höfundaverk þess aðila er teiknar og því langsótt að kápan falli undir fánalögin,“ segir í lögfræðiáliti vegna kápunnar. Kápan fékk því grænt ljós og kemur bókin út að um mánuði liðnum. Bókin er þriðja verk höfundarins en áður hafði hann gefið út bækurnar Konungur norðursins og Síðasti elskhuginn. „Mig hefur lengi langað til að lesa sögu um það ef nasistar hefðu klófest Ísland. Þannig að það eina í stöðunni var í raun að skrifa bók um það,“ segir Valur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Óvissa um túlkun íslensku fánalaganna hægði á útgáfu nýjustu skáldsögu Vals Gunnarssonar. Bókin er nú á leið í prentun eftir álit lögfræðings útgefandans, Máls og menningar, þess efnis að bókakápan stæðist lög. Bókin ber heitið Örninn og Fálkinn og er skáldsaga um hvað hefði getað orðið ef þýskir nasistar hefðu gengið hér á land árið 1940 en ekki breskir hermenn. Sögumaður er starfsmaður Landsímans, Sigurður Jónasson, sem fylgist grannt með því hvernig Ísland aðlagast nasismanum. „Ég var viðstaddur opnun Bókmenntahátíðar þegar ég hitti útgefandann og spurði hvort bókin væri ekki farin í prentsmiðjuna. Þá fékk ég það svar að það biði niðurstöðu lögfræðings,“ segir Valur. Ástæða óvissunnar um lögmæti kápunnar er að á framhlið bókarinnar má finna óvenjulega útfærslu á skjaldarmerki Íslands. Griðungurinn, gammurinn, drekinn og bergrisinn eru á sínum stöðum en þó dekkri yfirlitum en vant er. Í stað þess að þeir raði sér í kringum íslenska fánann er milli þeirra rauður fáni nasista prýddur hakakrossinum. „Við könnumst flest við fánalögin, um hvað má gera og hvað ekki með íslenska fánann. Það er bannað að breyta honum með einhverjum hætti, nota sem föt og það sama virðist vera með skjaldarmerkið. Það varð hins vegar niðurstaðan að lögin, þó þau séu til á pappír, séu eiginlega dauður lagabókstafur. Þeim er í það minnsta ekki fylgt mikið,“ segir Valur. „Þá segir í 12 grein a. [fánalaga] að skjaldarmerki Íslands sé auðkenni stjórnvalda ríkisins og notkun ríkisskjaldarmerkisins sé þeim einum heimil. En við teljum að þetta sé sjálfstætt höfundaverk þess aðila er teiknar og því langsótt að kápan falli undir fánalögin,“ segir í lögfræðiáliti vegna kápunnar. Kápan fékk því grænt ljós og kemur bókin út að um mánuði liðnum. Bókin er þriðja verk höfundarins en áður hafði hann gefið út bækurnar Konungur norðursins og Síðasti elskhuginn. „Mig hefur lengi langað til að lesa sögu um það ef nasistar hefðu klófest Ísland. Þannig að það eina í stöðunni var í raun að skrifa bók um það,“ segir Valur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira