Bálreiður bóndi segir afurðastöðvar halda bændum í hengingaról Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. september 2017 06:00 Sauðfjárbændur eru verulega uggandi yfir framtíð sinni vísir/eyþór Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55