Bein útsending: Ráðherra, siðfræðingur og sérfræðingur í refsirétti ræða um uppreist æru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 11:30 Mikið hefur mætt á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í tengslum við uppreist æru en ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum á lokaandartökum nýafstaðins þings. Vísir/Anton Brink Íslandsdeild sambands evrópskra laganema, ELSA Ísland, í samstarfi við Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um réttarumhverfi uppreistar æru. Málþingið hefst klukkan 12 og verður því streymt beint á Vísi. Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins þar sem tekið verður á þremur sjónarhornum málefnis sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu. Á málþinginu verður rætt um heimspekileg atriði, refsivernd þeirra sem hlotið hafa uppreist æru og tengsl við tjáningarfrelsið ásamt væntanlegum breytingum á réttarumhverfi uppreistar æru. Framsögumenn á málþinginu verða: Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, en erindi hans verður um lagaleg skilyrði og sjónarmið um æruvernd í ljósi 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur við Siðfræðistofnun, mun flytja erindi varðandi siðfræðileg rök með og á móti því að dæmdum afbrotamönnum sé veitt uppreist æra og greiningu milli ólíkra tegunda afbrota í því samhengi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun flytja erindi er snýr að uppreist æru í tengslum við refsistefnu á Íslandi. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #elsaxorator. Fundarstjóri verður Guðni Friðrik Oddsson, funda- og ráðstefnustjóri Íslandsdeildar ELSA. Málþingið er opið öllum en hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu hér að neðan. Uppreist æru Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Íslandsdeild sambands evrópskra laganema, ELSA Ísland, í samstarfi við Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um réttarumhverfi uppreistar æru. Málþingið hefst klukkan 12 og verður því streymt beint á Vísi. Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins þar sem tekið verður á þremur sjónarhornum málefnis sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu. Á málþinginu verður rætt um heimspekileg atriði, refsivernd þeirra sem hlotið hafa uppreist æru og tengsl við tjáningarfrelsið ásamt væntanlegum breytingum á réttarumhverfi uppreistar æru. Framsögumenn á málþinginu verða: Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, en erindi hans verður um lagaleg skilyrði og sjónarmið um æruvernd í ljósi 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur við Siðfræðistofnun, mun flytja erindi varðandi siðfræðileg rök með og á móti því að dæmdum afbrotamönnum sé veitt uppreist æra og greiningu milli ólíkra tegunda afbrota í því samhengi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun flytja erindi er snýr að uppreist æru í tengslum við refsistefnu á Íslandi. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #elsaxorator. Fundarstjóri verður Guðni Friðrik Oddsson, funda- og ráðstefnustjóri Íslandsdeildar ELSA. Málþingið er opið öllum en hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu hér að neðan.
Uppreist æru Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira